Fjórir flokkar vilja vísa veiðigjaldafrumvarpi frá Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 12:37 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. vísir/vilhelm Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40