Sýknaður af nauðgun: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 16:00 Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlans vestra. Getty/KTSDESIGN Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun. Manninum var gefið að sök að hafa nauðgað konu eftir gleðskap en í dóminum segir að konan muni ekkert eftir atburðum kvöldsins, framburður vitna um ástand hennar hafi verið mismunandi auk þess sem að í framburði mannsins hafi ekki verið að finna misræmi sem drægi úr trúverðugleika framburðar hans í málinu. Í lögregluskýrslu vegna málsins segir að konan hafi leitað til lögreglu á mánudegi í ótilgreindum mánuði á síðasta ári þar sem hún vildi greina frá ætluðu kynferðisbroti sem hún hefði orðið fyrir af hálfu mannsins tveimur dögum áður. Sagðist hún hafa farið í samkvæmi um kvöldið og þar hafi líðan hennar orðið einkennileg, hún missti mátt í andliti og taldi hún þessa líðan ekki stafa af áfengisneyslu. Eftir að fólk fór að tínast á brott úr samkvæminu sagði hún mannninn hafa boðið henni far. Lýsti hún því svo að morguninn eftir hefði hún vaknað, liggjandi í sófa, nakin að neðanverðu, í sokk á öðrum fæti en önnur föt legið úthverf á gólfinu.Héraðsdómur Norðurlands vestra.Fór til lögreglu eftir atburðir kvöldsins voru raktir Fyrir dómi sagðist konan þekkja manninn lítillega. Þá sagðist hún hafa verið á ferð með vinkonum sínum umrætt kvöld og var áfengi haft við hönd. Sagðist hún alveg hafa dottið út þegar leið á kvöldið og sagðist hún raunar muna lítið sem ekkert frá því hún kom í samkvæmið og þangað til hún vaknaði um morguninn.Sagðist hún hafa leitað til lögreglu eftir að búið var að rekja fyrir henni atburði kvöldsins og henni ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Sagði hún lögreglumanninn sem hún talaði við hafa sagt við hana: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra.“Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði maðurinn sök. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa komið með vinum sínum í samkvæmið. Þar hafi hann sest við hliðina á konunni og hafi þau setið þar lengst af kvöldi. Sagði hann konuna hafa verið ölvaða „en þó ekki það mikið að hún gat strokið honum um staði þar sem hann er ekki vanur að vera strokinn,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Eftir að samkvæminu lauk löbbuðu þau saman úr veislunni sem endaði með því að þau komu í ótilgreinda íbúð. Þar sagði maðurinn að konan hafi kysst hann, sem hafi endað með stuttum samförum, sem hafi lokið snögglega eftir að konan hafi skipt um skoðun.„Blæbrigðamunur“ á framburði vitna Í dóminum segir að engin vitni hafi verið að því sem átti sér stað eftir gleðskapinn en að framburður vitna um ástand konunnar í gleðskapnum hafi verið mismunandi. Nokkur vitni sögðu að hún hafi ekki verið viðræðuhæf vegna ölvunar á meðan önnur sögðu að þrátt fyrir mikla ölvun hafi hún tekið þátt í gleðskapnum.Segir í dóminum að maðurinn hafi í þrígang gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, framburður hans þar og fyrir dómi hafi verið í öllum aðalatriðum á sömu lund og ekkert misræmi hafi verið að finna sem dregið gæti úr trúverðugleika hans. Var framburður hans því metinn trúverðugur.Ekki væri hins vegar hægt að kveða upp úr um trúverðugleika konunnar þar sem af gögnum málsins mætti ráða að hún myndi „í raun nánast ekkert eftir því sem gerðist eftir að hún kom í samkvæmið“, framburður hennar væri reistur á því sem henni hefði verið sagt.Þá segir einnig að þó ljóst væri að konan hafi verið undir miklum áhrifum áfengis væri „blæbrigðamunur“ á framburði vitnanna varðandi ölvunarástand hennar. Þar sem túlka þyrfti allan vafa í hag ákærða, framburð mannsins og minnisleysi konunnar þótti héraðsdómi ákæruvaldinu ekki hafa sannað, svo ekki leiki á skynsamlegur vafi, að konan hafi verið ófær um að veita samþykki sitt fyrir kynmökunum, líkt og ákæruvaldið hélt fram.Var maðurinn því sýknaður af nauðgun auk þess sem að málsvarnarkostnaður hans greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun. Manninum var gefið að sök að hafa nauðgað konu eftir gleðskap en í dóminum segir að konan muni ekkert eftir atburðum kvöldsins, framburður vitna um ástand hennar hafi verið mismunandi auk þess sem að í framburði mannsins hafi ekki verið að finna misræmi sem drægi úr trúverðugleika framburðar hans í málinu. Í lögregluskýrslu vegna málsins segir að konan hafi leitað til lögreglu á mánudegi í ótilgreindum mánuði á síðasta ári þar sem hún vildi greina frá ætluðu kynferðisbroti sem hún hefði orðið fyrir af hálfu mannsins tveimur dögum áður. Sagðist hún hafa farið í samkvæmi um kvöldið og þar hafi líðan hennar orðið einkennileg, hún missti mátt í andliti og taldi hún þessa líðan ekki stafa af áfengisneyslu. Eftir að fólk fór að tínast á brott úr samkvæminu sagði hún mannninn hafa boðið henni far. Lýsti hún því svo að morguninn eftir hefði hún vaknað, liggjandi í sófa, nakin að neðanverðu, í sokk á öðrum fæti en önnur föt legið úthverf á gólfinu.Héraðsdómur Norðurlands vestra.Fór til lögreglu eftir atburðir kvöldsins voru raktir Fyrir dómi sagðist konan þekkja manninn lítillega. Þá sagðist hún hafa verið á ferð með vinkonum sínum umrætt kvöld og var áfengi haft við hönd. Sagðist hún alveg hafa dottið út þegar leið á kvöldið og sagðist hún raunar muna lítið sem ekkert frá því hún kom í samkvæmið og þangað til hún vaknaði um morguninn.Sagðist hún hafa leitað til lögreglu eftir að búið var að rekja fyrir henni atburði kvöldsins og henni ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Sagði hún lögreglumanninn sem hún talaði við hafa sagt við hana: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra.“Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði maðurinn sök. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa komið með vinum sínum í samkvæmið. Þar hafi hann sest við hliðina á konunni og hafi þau setið þar lengst af kvöldi. Sagði hann konuna hafa verið ölvaða „en þó ekki það mikið að hún gat strokið honum um staði þar sem hann er ekki vanur að vera strokinn,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Eftir að samkvæminu lauk löbbuðu þau saman úr veislunni sem endaði með því að þau komu í ótilgreinda íbúð. Þar sagði maðurinn að konan hafi kysst hann, sem hafi endað með stuttum samförum, sem hafi lokið snögglega eftir að konan hafi skipt um skoðun.„Blæbrigðamunur“ á framburði vitna Í dóminum segir að engin vitni hafi verið að því sem átti sér stað eftir gleðskapinn en að framburður vitna um ástand konunnar í gleðskapnum hafi verið mismunandi. Nokkur vitni sögðu að hún hafi ekki verið viðræðuhæf vegna ölvunar á meðan önnur sögðu að þrátt fyrir mikla ölvun hafi hún tekið þátt í gleðskapnum.Segir í dóminum að maðurinn hafi í þrígang gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, framburður hans þar og fyrir dómi hafi verið í öllum aðalatriðum á sömu lund og ekkert misræmi hafi verið að finna sem dregið gæti úr trúverðugleika hans. Var framburður hans því metinn trúverðugur.Ekki væri hins vegar hægt að kveða upp úr um trúverðugleika konunnar þar sem af gögnum málsins mætti ráða að hún myndi „í raun nánast ekkert eftir því sem gerðist eftir að hún kom í samkvæmið“, framburður hennar væri reistur á því sem henni hefði verið sagt.Þá segir einnig að þó ljóst væri að konan hafi verið undir miklum áhrifum áfengis væri „blæbrigðamunur“ á framburði vitnanna varðandi ölvunarástand hennar. Þar sem túlka þyrfti allan vafa í hag ákærða, framburð mannsins og minnisleysi konunnar þótti héraðsdómi ákæruvaldinu ekki hafa sannað, svo ekki leiki á skynsamlegur vafi, að konan hafi verið ófær um að veita samþykki sitt fyrir kynmökunum, líkt og ákæruvaldið hélt fram.Var maðurinn því sýknaður af nauðgun auk þess sem að málsvarnarkostnaður hans greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira