Snjó gæti leyst hratt fyrir norðan með hlýindakafla Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 12:02 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri. Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri.
Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira