Telur makrílsdóm Hæstaréttar skapa vafa um sameign þjóðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 14:23 Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00
Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00
Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41