Pissa í skóinn Hörður Ægisson skrifar 7. desember 2018 07:00 Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Íslenskir bankar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar