Dubbaður upp Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. desember 2018 07:00 Lágkúrulegu fyllirísrausi sex þingmanna sem tekið var upp á barnum Klaustri hefur nú verið vísað í kerfisfarveg í þinginu. Siðanefnd ætlar sér að afgreiða erindið fljótt. Ekki er ljóst hverju það bætir við það sem almenningur veit nú þegar, sem hefur heyrt eða lesið um samtölin og situr eftir með óbragð í munni, en einhverra aðgerða er þörf til að gera starfsandann á þinginu bærilegri. Þó ekki sé nema að búa til ferla ef sambærilegt mál skyldi koma upp síðar. Viðfangsefnið er flókið. Vitaskuld áttu samtöl um pólitísk hrossakaup og kvenfyrirlitningu erindi við almenning, þótt það sé erfitt til þess að hugsa að menn geti átt von á því að samtöl þeirra séu tekin upp án þeirra vitundar. En upptökur af þessu tagi eru hluti af breyttum heimi og sennilega munum við sjá fleiri slíkar á næstunni líkt og við þekkjum frá útlöndum. Það breytir ekki því, að fyrir vikið eiga margir nú um sárt að binda, einkum þær konur sem lentu í skotlínu byssukjaftanna á Klaustri. Subbutalið á barnum er fyrst og síðast fátæklegt. Það hefur minnst að gera með þá sem urðu fyrir barðinu á þingmönnunum. Tal af þessu tagi afhjúpar minnimáttarkennd þeirra sem hafa orðið. Utanríkisráðherrann fyrrverandi, Gunnar Bragi Sveinsson, gekk lengst, ásamt Bergþóri Ólasyni. Gunnar Bragi var í ráðherratíð sinni dubbaður upp í hlutverk sem boðberi jafnréttis – sérstakur talsmaður átaka á borð við Barber Shop og #HeForShe. Hlutverk sem virðist með engu móti eiga skírskotun í hans eigin hugarheimi. Hann virðist hafa verið strengjabrúða embættismanna sem lögðu honum í hendur texta sem hann annaðhvort skildi ekki eða hafnaði, þrátt fyrir leikþættina. Krafa um afsögn þessa fólks heyrist nú víða, meðal annars á þinginu. Sumir þingmenn ganga of langt í þeim efnum og reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra þingmanna sem höfðu sig mest í frammi á Klaustri. Það er ódýrt, þrátt fyrir særindin. Aðrir eru eðlilega sárir og hissa á kollegum sínum. Það eru sennilega heilbrigðari viðbrögð. Gamla sagan, úlfur, úlfur, á það til að drepa alvöru málum á dreif. Kröfur um afsögn hljóma þessi misserin eins og síbylja. Stundum eru tilefni, líkt og raunin er nú, en oftar engin. Auðvitað hlýtur sexmenningunum að líða illa með gjörðir sínar og orðfæri. Án efa er þetta fólk sem vill láta gott af sér leiða og telur sig eiga erindi í stjórnmál. Því varð á. Ábyrgðin er þess. Hins vegar rekur enginn þingmann úr starfi, þvert á það sem sumir virðast halda, nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Sjálfir geta þingmennirnir þó hugsað sér til hreyfings. Þar þurfa þeir að svara eigin samvisku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Sjá meira
Lágkúrulegu fyllirísrausi sex þingmanna sem tekið var upp á barnum Klaustri hefur nú verið vísað í kerfisfarveg í þinginu. Siðanefnd ætlar sér að afgreiða erindið fljótt. Ekki er ljóst hverju það bætir við það sem almenningur veit nú þegar, sem hefur heyrt eða lesið um samtölin og situr eftir með óbragð í munni, en einhverra aðgerða er þörf til að gera starfsandann á þinginu bærilegri. Þó ekki sé nema að búa til ferla ef sambærilegt mál skyldi koma upp síðar. Viðfangsefnið er flókið. Vitaskuld áttu samtöl um pólitísk hrossakaup og kvenfyrirlitningu erindi við almenning, þótt það sé erfitt til þess að hugsa að menn geti átt von á því að samtöl þeirra séu tekin upp án þeirra vitundar. En upptökur af þessu tagi eru hluti af breyttum heimi og sennilega munum við sjá fleiri slíkar á næstunni líkt og við þekkjum frá útlöndum. Það breytir ekki því, að fyrir vikið eiga margir nú um sárt að binda, einkum þær konur sem lentu í skotlínu byssukjaftanna á Klaustri. Subbutalið á barnum er fyrst og síðast fátæklegt. Það hefur minnst að gera með þá sem urðu fyrir barðinu á þingmönnunum. Tal af þessu tagi afhjúpar minnimáttarkennd þeirra sem hafa orðið. Utanríkisráðherrann fyrrverandi, Gunnar Bragi Sveinsson, gekk lengst, ásamt Bergþóri Ólasyni. Gunnar Bragi var í ráðherratíð sinni dubbaður upp í hlutverk sem boðberi jafnréttis – sérstakur talsmaður átaka á borð við Barber Shop og #HeForShe. Hlutverk sem virðist með engu móti eiga skírskotun í hans eigin hugarheimi. Hann virðist hafa verið strengjabrúða embættismanna sem lögðu honum í hendur texta sem hann annaðhvort skildi ekki eða hafnaði, þrátt fyrir leikþættina. Krafa um afsögn þessa fólks heyrist nú víða, meðal annars á þinginu. Sumir þingmenn ganga of langt í þeim efnum og reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra þingmanna sem höfðu sig mest í frammi á Klaustri. Það er ódýrt, þrátt fyrir særindin. Aðrir eru eðlilega sárir og hissa á kollegum sínum. Það eru sennilega heilbrigðari viðbrögð. Gamla sagan, úlfur, úlfur, á það til að drepa alvöru málum á dreif. Kröfur um afsögn hljóma þessi misserin eins og síbylja. Stundum eru tilefni, líkt og raunin er nú, en oftar engin. Auðvitað hlýtur sexmenningunum að líða illa með gjörðir sínar og orðfæri. Án efa er þetta fólk sem vill láta gott af sér leiða og telur sig eiga erindi í stjórnmál. Því varð á. Ábyrgðin er þess. Hins vegar rekur enginn þingmann úr starfi, þvert á það sem sumir virðast halda, nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Sjálfir geta þingmennirnir þó hugsað sér til hreyfings. Þar þurfa þeir að svara eigin samvisku.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun