Dubbaður upp Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. desember 2018 07:00 Lágkúrulegu fyllirísrausi sex þingmanna sem tekið var upp á barnum Klaustri hefur nú verið vísað í kerfisfarveg í þinginu. Siðanefnd ætlar sér að afgreiða erindið fljótt. Ekki er ljóst hverju það bætir við það sem almenningur veit nú þegar, sem hefur heyrt eða lesið um samtölin og situr eftir með óbragð í munni, en einhverra aðgerða er þörf til að gera starfsandann á þinginu bærilegri. Þó ekki sé nema að búa til ferla ef sambærilegt mál skyldi koma upp síðar. Viðfangsefnið er flókið. Vitaskuld áttu samtöl um pólitísk hrossakaup og kvenfyrirlitningu erindi við almenning, þótt það sé erfitt til þess að hugsa að menn geti átt von á því að samtöl þeirra séu tekin upp án þeirra vitundar. En upptökur af þessu tagi eru hluti af breyttum heimi og sennilega munum við sjá fleiri slíkar á næstunni líkt og við þekkjum frá útlöndum. Það breytir ekki því, að fyrir vikið eiga margir nú um sárt að binda, einkum þær konur sem lentu í skotlínu byssukjaftanna á Klaustri. Subbutalið á barnum er fyrst og síðast fátæklegt. Það hefur minnst að gera með þá sem urðu fyrir barðinu á þingmönnunum. Tal af þessu tagi afhjúpar minnimáttarkennd þeirra sem hafa orðið. Utanríkisráðherrann fyrrverandi, Gunnar Bragi Sveinsson, gekk lengst, ásamt Bergþóri Ólasyni. Gunnar Bragi var í ráðherratíð sinni dubbaður upp í hlutverk sem boðberi jafnréttis – sérstakur talsmaður átaka á borð við Barber Shop og #HeForShe. Hlutverk sem virðist með engu móti eiga skírskotun í hans eigin hugarheimi. Hann virðist hafa verið strengjabrúða embættismanna sem lögðu honum í hendur texta sem hann annaðhvort skildi ekki eða hafnaði, þrátt fyrir leikþættina. Krafa um afsögn þessa fólks heyrist nú víða, meðal annars á þinginu. Sumir þingmenn ganga of langt í þeim efnum og reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra þingmanna sem höfðu sig mest í frammi á Klaustri. Það er ódýrt, þrátt fyrir særindin. Aðrir eru eðlilega sárir og hissa á kollegum sínum. Það eru sennilega heilbrigðari viðbrögð. Gamla sagan, úlfur, úlfur, á það til að drepa alvöru málum á dreif. Kröfur um afsögn hljóma þessi misserin eins og síbylja. Stundum eru tilefni, líkt og raunin er nú, en oftar engin. Auðvitað hlýtur sexmenningunum að líða illa með gjörðir sínar og orðfæri. Án efa er þetta fólk sem vill láta gott af sér leiða og telur sig eiga erindi í stjórnmál. Því varð á. Ábyrgðin er þess. Hins vegar rekur enginn þingmann úr starfi, þvert á það sem sumir virðast halda, nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Sjálfir geta þingmennirnir þó hugsað sér til hreyfings. Þar þurfa þeir að svara eigin samvisku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lágkúrulegu fyllirísrausi sex þingmanna sem tekið var upp á barnum Klaustri hefur nú verið vísað í kerfisfarveg í þinginu. Siðanefnd ætlar sér að afgreiða erindið fljótt. Ekki er ljóst hverju það bætir við það sem almenningur veit nú þegar, sem hefur heyrt eða lesið um samtölin og situr eftir með óbragð í munni, en einhverra aðgerða er þörf til að gera starfsandann á þinginu bærilegri. Þó ekki sé nema að búa til ferla ef sambærilegt mál skyldi koma upp síðar. Viðfangsefnið er flókið. Vitaskuld áttu samtöl um pólitísk hrossakaup og kvenfyrirlitningu erindi við almenning, þótt það sé erfitt til þess að hugsa að menn geti átt von á því að samtöl þeirra séu tekin upp án þeirra vitundar. En upptökur af þessu tagi eru hluti af breyttum heimi og sennilega munum við sjá fleiri slíkar á næstunni líkt og við þekkjum frá útlöndum. Það breytir ekki því, að fyrir vikið eiga margir nú um sárt að binda, einkum þær konur sem lentu í skotlínu byssukjaftanna á Klaustri. Subbutalið á barnum er fyrst og síðast fátæklegt. Það hefur minnst að gera með þá sem urðu fyrir barðinu á þingmönnunum. Tal af þessu tagi afhjúpar minnimáttarkennd þeirra sem hafa orðið. Utanríkisráðherrann fyrrverandi, Gunnar Bragi Sveinsson, gekk lengst, ásamt Bergþóri Ólasyni. Gunnar Bragi var í ráðherratíð sinni dubbaður upp í hlutverk sem boðberi jafnréttis – sérstakur talsmaður átaka á borð við Barber Shop og #HeForShe. Hlutverk sem virðist með engu móti eiga skírskotun í hans eigin hugarheimi. Hann virðist hafa verið strengjabrúða embættismanna sem lögðu honum í hendur texta sem hann annaðhvort skildi ekki eða hafnaði, þrátt fyrir leikþættina. Krafa um afsögn þessa fólks heyrist nú víða, meðal annars á þinginu. Sumir þingmenn ganga of langt í þeim efnum og reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra þingmanna sem höfðu sig mest í frammi á Klaustri. Það er ódýrt, þrátt fyrir særindin. Aðrir eru eðlilega sárir og hissa á kollegum sínum. Það eru sennilega heilbrigðari viðbrögð. Gamla sagan, úlfur, úlfur, á það til að drepa alvöru málum á dreif. Kröfur um afsögn hljóma þessi misserin eins og síbylja. Stundum eru tilefni, líkt og raunin er nú, en oftar engin. Auðvitað hlýtur sexmenningunum að líða illa með gjörðir sínar og orðfæri. Án efa er þetta fólk sem vill láta gott af sér leiða og telur sig eiga erindi í stjórnmál. Því varð á. Ábyrgðin er þess. Hins vegar rekur enginn þingmann úr starfi, þvert á það sem sumir virðast halda, nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Sjálfir geta þingmennirnir þó hugsað sér til hreyfings. Þar þurfa þeir að svara eigin samvisku.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar