Fjárfesting til framtíðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Fyrirhugaður niðurskurður á fjárframlögum til Rannsóknasjóðs Rannís, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, er köld kveðja til þeirra vísindamanna sem starfa hér á landi. Í raun eru áherslur ríkisstjórnarinnar, sem birtast bæði í frumvarpi til fjárlaga og í fyrirhuguðum lagabreytingum sem heimila gjaldtöku vísindasiðanefndar, í hrópandi ósamræmi við þann mikla árangur sem náðst hefur í grunnrannsóknum og vísindum almennt hér á landi undanfarin ár og áratugi. Ósamræmi þetta felst í þeirri staðreynd að í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt vísindasamfélag framarlega á mörgum af þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir framtíð okkar sem fullvalda og blómstrandi þjóðar, og sem tegundar. Þau grunnvísindi sem stunduð eru hér hafa ótvírætt gildi og hafa oft á tíðum beina skírskotun til krefjandi úrlausnarefna sem við munum þurfa að takast á við. Opinbert fjármagn gegnir lykilhlutverki í öllum vísindarannsóknum. Slíkar rannsóknir krefjast þolinmæði og skilnings á því að framfarir eiga sér stað hægt en ávallt með ávinningi. Fjármagn sem sett er í rannsóknir og þróun skilar sér margfalt til baka í formi þekkingar, sem ekki verður metin til fjár. Þannig geta grunnrannsóknir haft svo víðtæk áhrif að þær móta samfélagið til frambúðar, þó svo að það hafi ekki verið tilgangur þeirra eða ætlun vísindamannanna. Nægir að nefna frumeindaklukkuna sem leiddi til GPS-tækninnar, kjarnasegulherma sem leiddu til þróunar segulómtækja og hinnar illskiljanlegu skammtafræði sem nú myndar grunn rafeinda- og tölvutækni. Nýlegt dæmi er Zika-veiran sem tiltölulega nýlega braust fram á sjónarsviðið með skelfilegum afleiðingum. Hins vegar höfðu grunnrannsóknir fyrri ára þau áhrif að vísindamönnum tókst að þróa vísi að vænlegu bóluefni. Ávinningur af frumkvöðlastarfsemi í vísindum getur líka verið af öðrum toga, því um leið og þau hafa bein áhrif á velferð og daglegt líf fólks þá geta djörf og skapandi vísindi stuðlað að enn frekari áhuga almennings á sjálfum vísindunum, svo lengi sem þeir vísindamenn sem þau stunda gangast við þeirri ábyrgð sem notkun almannafjár fylgir og eru reiðubúnir og viljugir til að miðla af reynslu sinni og dýrmætri þekkingu. Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á fjárframlögum í Rannsóknasjóð og þeim er varða gjaldtöku munu vafalaust hafa hamlandi áhrif á íslenskt vísindastarf. Slíkt á ekki að viðgangast á tímum þar sem þörfin fyrir framsækin vísindi er sem mest. Ávinningurinn af öflugri fjármögnun grunnrannsókna er slíkur að við höfum ekki efni á að draga úr henni. Ávinningur þessi er ekki aðeins fólginn framförum í vísindum og tækni, heldur í þeirri ákvörðun að færa vísindin ofar í forgangsröðina; að gera þau að grunnstefi samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaður niðurskurður á fjárframlögum til Rannsóknasjóðs Rannís, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, er köld kveðja til þeirra vísindamanna sem starfa hér á landi. Í raun eru áherslur ríkisstjórnarinnar, sem birtast bæði í frumvarpi til fjárlaga og í fyrirhuguðum lagabreytingum sem heimila gjaldtöku vísindasiðanefndar, í hrópandi ósamræmi við þann mikla árangur sem náðst hefur í grunnrannsóknum og vísindum almennt hér á landi undanfarin ár og áratugi. Ósamræmi þetta felst í þeirri staðreynd að í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt vísindasamfélag framarlega á mörgum af þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir framtíð okkar sem fullvalda og blómstrandi þjóðar, og sem tegundar. Þau grunnvísindi sem stunduð eru hér hafa ótvírætt gildi og hafa oft á tíðum beina skírskotun til krefjandi úrlausnarefna sem við munum þurfa að takast á við. Opinbert fjármagn gegnir lykilhlutverki í öllum vísindarannsóknum. Slíkar rannsóknir krefjast þolinmæði og skilnings á því að framfarir eiga sér stað hægt en ávallt með ávinningi. Fjármagn sem sett er í rannsóknir og þróun skilar sér margfalt til baka í formi þekkingar, sem ekki verður metin til fjár. Þannig geta grunnrannsóknir haft svo víðtæk áhrif að þær móta samfélagið til frambúðar, þó svo að það hafi ekki verið tilgangur þeirra eða ætlun vísindamannanna. Nægir að nefna frumeindaklukkuna sem leiddi til GPS-tækninnar, kjarnasegulherma sem leiddu til þróunar segulómtækja og hinnar illskiljanlegu skammtafræði sem nú myndar grunn rafeinda- og tölvutækni. Nýlegt dæmi er Zika-veiran sem tiltölulega nýlega braust fram á sjónarsviðið með skelfilegum afleiðingum. Hins vegar höfðu grunnrannsóknir fyrri ára þau áhrif að vísindamönnum tókst að þróa vísi að vænlegu bóluefni. Ávinningur af frumkvöðlastarfsemi í vísindum getur líka verið af öðrum toga, því um leið og þau hafa bein áhrif á velferð og daglegt líf fólks þá geta djörf og skapandi vísindi stuðlað að enn frekari áhuga almennings á sjálfum vísindunum, svo lengi sem þeir vísindamenn sem þau stunda gangast við þeirri ábyrgð sem notkun almannafjár fylgir og eru reiðubúnir og viljugir til að miðla af reynslu sinni og dýrmætri þekkingu. Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á fjárframlögum í Rannsóknasjóð og þeim er varða gjaldtöku munu vafalaust hafa hamlandi áhrif á íslenskt vísindastarf. Slíkt á ekki að viðgangast á tímum þar sem þörfin fyrir framsækin vísindi er sem mest. Ávinningurinn af öflugri fjármögnun grunnrannsókna er slíkur að við höfum ekki efni á að draga úr henni. Ávinningur þessi er ekki aðeins fólginn framförum í vísindum og tækni, heldur í þeirri ákvörðun að færa vísindin ofar í forgangsröðina; að gera þau að grunnstefi samfélagsins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun