Sendiherra til sölu Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Opinber embætti ættu að vera skipuð hæfasta aðila hverju sinni. Þegar um er að ræða embætti sendiherra Íslands til erlendra ríkja er fýsilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar búa þannig yfir ákveðinni hæfni sem gæti reynst vel í slíkum embættum. Aftur á móti ætti utanríkisráðherra aldrei að skipa aðila í embætti í þeim skilningi að hann sjálfur yrði launaður seinna með eigin sendiherratign. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, skipaði Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum árið 2014. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins líkt og mörgum er kunnugt um. Nýverið birtist upptaka af Gunnari Braga þar sem hann segir: „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.““ Gunnar Bragi virðir traust kjósenda að vettugi. Þingmaðurinn tók umboðið sem þjóðin veitti honum og nýtti sér það til þess að tryggja sjálfum sér eftirsótta og hálaunaða vinnu að loknum stjórnmálaferli sínum. Slík spilling á ekki að viðgangast hérlendis. Vinnubrögðin draga í efa allar þær ákvarðanir sem þingmaðurinn tók sem utanríkisráðherra og raunverulegu ástæðurnar á bak við þær. Gunnar Bragi hefur rýrt traust almennings á stjórnmálum og ætti að biðjast afsökunar og segja af sér hið snarasta. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður sendiherra og Gunnar Bragi viðurkennir að hann hafi farið á fund núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og gert grein fyrir því að honum þætti „sanngjarnt“ að horft væri til svipaðra hluta þegar hann þyrfti á því að halda. Hverju svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins? Harðneitaði hann að spila með heiðarleika íslenskra stjórnvalda og ef svo, hvers vegna skipaði Gunnar Bragi Geir sendiherra hvort sem er? Eða leist formanni Sjálfstæðisflokksins vel á fyrirkomulagið? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók undir orð Gunnars Braga og sagði að Bjarni Benediktsson hefði „fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum“. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar hvetur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á skipun sendiherra síðustu ár. Embætti sendiherra eru of mikilvæg fyrir utanríkisþjónustu þjóðarinnar til þess að vera keypt og seld í bakherbergjum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Opinber embætti ættu að vera skipuð hæfasta aðila hverju sinni. Þegar um er að ræða embætti sendiherra Íslands til erlendra ríkja er fýsilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar búa þannig yfir ákveðinni hæfni sem gæti reynst vel í slíkum embættum. Aftur á móti ætti utanríkisráðherra aldrei að skipa aðila í embætti í þeim skilningi að hann sjálfur yrði launaður seinna með eigin sendiherratign. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, skipaði Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum árið 2014. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins líkt og mörgum er kunnugt um. Nýverið birtist upptaka af Gunnari Braga þar sem hann segir: „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.““ Gunnar Bragi virðir traust kjósenda að vettugi. Þingmaðurinn tók umboðið sem þjóðin veitti honum og nýtti sér það til þess að tryggja sjálfum sér eftirsótta og hálaunaða vinnu að loknum stjórnmálaferli sínum. Slík spilling á ekki að viðgangast hérlendis. Vinnubrögðin draga í efa allar þær ákvarðanir sem þingmaðurinn tók sem utanríkisráðherra og raunverulegu ástæðurnar á bak við þær. Gunnar Bragi hefur rýrt traust almennings á stjórnmálum og ætti að biðjast afsökunar og segja af sér hið snarasta. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður sendiherra og Gunnar Bragi viðurkennir að hann hafi farið á fund núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og gert grein fyrir því að honum þætti „sanngjarnt“ að horft væri til svipaðra hluta þegar hann þyrfti á því að halda. Hverju svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins? Harðneitaði hann að spila með heiðarleika íslenskra stjórnvalda og ef svo, hvers vegna skipaði Gunnar Bragi Geir sendiherra hvort sem er? Eða leist formanni Sjálfstæðisflokksins vel á fyrirkomulagið? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók undir orð Gunnars Braga og sagði að Bjarni Benediktsson hefði „fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum“. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar hvetur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á skipun sendiherra síðustu ár. Embætti sendiherra eru of mikilvæg fyrir utanríkisþjónustu þjóðarinnar til þess að vera keypt og seld í bakherbergjum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar