BHM gagnrýnir Ásmund fyrir stöðuveitingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2018 11:57 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Bandalag háskólamanna, BHM, hvetur stjórnvöld til að fara að auglýsingaskyldu þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera. Þó svo að ráðherra hafi heimild til að flytja fólk á milli embætta sé það ekki í takt við þá „vönduðu stjórnsýsluhætti“ sem bandalagið vill sjá í ráðningamálum stjórnvalda. Tilefni ákalls BHM eru nýlegar stöðuveitingar félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Skammt er síðan hann skipaði í tvö embætti innan væntanlegs nýs félagsmálaráðuneytis, auk þess að skipa í embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. BHM bendir í tilkynningu sinni á að ekkert þessara embætta hafði verið auglýst laust til umsóknar. Þess í stað hafi ráðherra nýtt sér heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - „þar sem segir að stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, geti flutt hann í annað embætti sem undir stjórnvaldið heyrir og þurfi þá ekki að auglýsa það,“ eins og það er orðað í tilkynningu BHM. „Af þessu tilefni bendir BHM á að auglýsingaskylda er meginregla við ráðningar í störf hjá ríkinu. Auglýsingaskyldan er í samræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórnvöldum að gæta jafnræðis milli borgaranna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Enda þótt tilteknar undantekningar frá auglýsingaskyldu geti átt rétt á sér í sérstökum tilvikum telur BHM að of langt hafi verið gengið í því að lögfesta slíkar undantekningar á síðustu árum á kostnað gagnsærrar stjórnsýslu.“ Að þessu sögðu geri BHM kröfu til stjórnvalda um „vandaða stjórnsýsluhætti“ við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá séu það vandaðir stjórnsýsluhættir að mati bandalagsins að auglýsa þegar til stendur að „ráðstafa takmörkuðum gæðum,“ eins og BHM orðar það. „Með auglýsingu er öllum sem áhuga hafa og uppfylla skilyrði gefið tækifæri á að sækja um. Að mati bandalagsins brjóta rúmar undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum hjá hinu opinbera í bága við jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar ásamt því að draga úr gagnsæi í stjórnsýslunni.“ Kjaramál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, hvetur stjórnvöld til að fara að auglýsingaskyldu þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera. Þó svo að ráðherra hafi heimild til að flytja fólk á milli embætta sé það ekki í takt við þá „vönduðu stjórnsýsluhætti“ sem bandalagið vill sjá í ráðningamálum stjórnvalda. Tilefni ákalls BHM eru nýlegar stöðuveitingar félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Skammt er síðan hann skipaði í tvö embætti innan væntanlegs nýs félagsmálaráðuneytis, auk þess að skipa í embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. BHM bendir í tilkynningu sinni á að ekkert þessara embætta hafði verið auglýst laust til umsóknar. Þess í stað hafi ráðherra nýtt sér heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - „þar sem segir að stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, geti flutt hann í annað embætti sem undir stjórnvaldið heyrir og þurfi þá ekki að auglýsa það,“ eins og það er orðað í tilkynningu BHM. „Af þessu tilefni bendir BHM á að auglýsingaskylda er meginregla við ráðningar í störf hjá ríkinu. Auglýsingaskyldan er í samræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórnvöldum að gæta jafnræðis milli borgaranna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Enda þótt tilteknar undantekningar frá auglýsingaskyldu geti átt rétt á sér í sérstökum tilvikum telur BHM að of langt hafi verið gengið í því að lögfesta slíkar undantekningar á síðustu árum á kostnað gagnsærrar stjórnsýslu.“ Að þessu sögðu geri BHM kröfu til stjórnvalda um „vandaða stjórnsýsluhætti“ við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá séu það vandaðir stjórnsýsluhættir að mati bandalagsins að auglýsa þegar til stendur að „ráðstafa takmörkuðum gæðum,“ eins og BHM orðar það. „Með auglýsingu er öllum sem áhuga hafa og uppfylla skilyrði gefið tækifæri á að sækja um. Að mati bandalagsins brjóta rúmar undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum hjá hinu opinbera í bága við jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar ásamt því að draga úr gagnsæi í stjórnsýslunni.“
Kjaramál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48