Curry í fimmtán þúsund stigin og Durant upp fyrir Larry Bird Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 07:30 Stephen Curry fagnar tímamótakörfu sinni í nótt. Vísir/Getty Stephen Curry og Kevin Durant náðu báðir flottum tímamótum í öruggum sigri Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook var þrennu og James Harden skoraði 47 stig í sigrum sinna liða.Kevin Durant paces the @warriors with 23 PTS, 5 ASTS in their victory! #DubNationpic.twitter.com/7ChkJe2EkE — NBA (@NBA) December 18, 2018Kevin Durant skoraði 23 stig þegar Golden State Warriors vann 110-93 heimasigur á Memphis Grizzlies. Durant komst fyrir vikið upp fyrir Larry Bird á stigalista NBA-deildarinnar og er nú kominn upp í 33. sætið. Durant fær næg tækifæri til að hækka sig verulega á listanum enda ennþá bara þrítugur.Kevin Durant just passed Larry Bird for 33rd on the all-time scoring list pic.twitter.com/Zi5A4Yd8k9 — NBA on ESPN (@ESPNNBA) December 18, 2018“He passed it off the backboard to himself!” @KDTrey5 passed Larry Bird (21,791) for 33rd most points in @NBA history. #NBAVaultpic.twitter.com/ugFuirh515 — NBA History (@NBAHistory) December 18, 2018Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og náði líka tímamótum þegar hann skoraði sitt fimmtán þúsundasta stig í NBA en hann er aðeins fimmti leikmaður í sögu Warriors sem nær því. Hinir eru Wilt Chamberlain (17.783 stig), Rick Barry (16.447), Paul Arizin Arizin (16.266) og Chris Mullin (16.235). Golden State lagði grunninn að sigrinum með því að vinna annan leikhlutann 31-16 og komast 23 stigum yfir fyrir hálfleik. Curry náði einmitt fimmtán þúsundasta stiginu með þriggja stiga körfu í hraðaupphlaupi í öðrum leikhlutanum. Steve Kerr leyfði sér að hvíla lykilmenn í seinni hálfleiknum en framundan eru átta leikir hjá Golden State áður en árið er á enda.Stephen Curry becomes 5th player in @warriors history to reach 15,000 career regular season points! pic.twitter.com/1ds8Vu3CEL — NBA (@NBA) December 18, 2018Steph Curry joins the 15,000 point club! #ThisIsWhyWePlay : @NBATVpic.twitter.com/GwqqOf2O1Z — NBA (@NBA) December 18, 2018Klay Thompson skoraði 16 stig fyrir Golden State og Svíinn Jonas Jerebko kom líka með 16 stig inn af bekknum. Marc Gasol var með 15 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tapaði þriðja leiknum í röð og þeim fimmta af síðustu sex.Russell Westbrook var með þrennu í 121-96 sigri Oklahoma City Thunder á Chicago Bulls en hann skilaði 13 stigum, 16 fráköst og 11 stoðsendingum. Þetta er 111. þrenna Westbrook á NBA-ferlinum. Paul George skoraði 16 af 24 stigum sínum á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik sem Thunder-liðið vann 23-7 og komst í 64-44 fyrir hálfleik. Lauri Markkanen og Bobby Portis skoruðu báðir 16 stig fyrir Chicago og Finninn Lauri var einnig með 15 fráköst.Russell Westbrook (13 PTS, 16 REBS, 11 ASTS) records his 111th career triple-double! #ThunderUppic.twitter.com/TdTzyXLRgE — NBA (@NBA) December 18, 2018Giannis Antetokounmpo átti enn einn stórleikinn þegar Milwaukee Bucks vann 107-104 útisigur á Detroit Pistons. Giannis endaði með 32 stig og 12 fráköst en þrenna Blake Griffin (19 stig, 11 stoðsendingar, 10 fráköst) dugði ekki Detroit. Griffin fékk tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en klikkaði á tveimur þriggja stiga skotum á síðustu fjórtán sekúndunum.James Harden skoraði 47 stig í 102-97 sigri Houston Rockets á Utah Jazz en þetta var fjórði sigurleikur Houston liðsins í röð. Harden hitti úr 15 af 16 vítskotum sínum og var auk stiganna með 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Það hefur lítið gengið upp hjá Houston liðinu en Harden hefur farið fyrir liðinu í þessarri fjögurra leikja sigurgöngu en í þeim er hann líka með 50 stiga leik og svo tvær þrennur. Þetta var sjötti 40 stiga leikur Harden á tímabilinu.James Harden erupts for 47 PTS after tallying two consecutive triple-doubles! #Rocketspic.twitter.com/cFeK5s7a9I — NBA (@NBA) December 18, 2018Devin Booker skoraði 38 stig í 128-110 sigri Phoenix Suns á New York Knicks í Madison Sqaure Garden. T.J. Warren skoraði 17 af 26 stigum sínum í þriðja leikhlutanum sem Phoenix-liðið vann 41-17. Þetta er þriðji sigur Phoenix í röð eftir að hafa aðeins unnið 4 af fyrstu 28 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan & LaMarcus Aldridge score 20 PTS apiece in the @spurs victory! #GoSpursGopic.twitter.com/jKUoQ7E79y — NBA (@NBA) December 18, 2018Derrick Rose finishes with 13 PTS, 11 ASTS as the @Timberwolves go for a season-high 132 PTS! #AllEyesNorthpic.twitter.com/KhH5tWOZvD — NBA (@NBA) December 18, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 110-93 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 127-131 San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 123-96 Houston Rockets - Utah Jazz 102-97 Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 132-105 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 121-96 New York Knicks - Phoenix Suns 110-128 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 104-107 NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Stephen Curry og Kevin Durant náðu báðir flottum tímamótum í öruggum sigri Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook var þrennu og James Harden skoraði 47 stig í sigrum sinna liða.Kevin Durant paces the @warriors with 23 PTS, 5 ASTS in their victory! #DubNationpic.twitter.com/7ChkJe2EkE — NBA (@NBA) December 18, 2018Kevin Durant skoraði 23 stig þegar Golden State Warriors vann 110-93 heimasigur á Memphis Grizzlies. Durant komst fyrir vikið upp fyrir Larry Bird á stigalista NBA-deildarinnar og er nú kominn upp í 33. sætið. Durant fær næg tækifæri til að hækka sig verulega á listanum enda ennþá bara þrítugur.Kevin Durant just passed Larry Bird for 33rd on the all-time scoring list pic.twitter.com/Zi5A4Yd8k9 — NBA on ESPN (@ESPNNBA) December 18, 2018“He passed it off the backboard to himself!” @KDTrey5 passed Larry Bird (21,791) for 33rd most points in @NBA history. #NBAVaultpic.twitter.com/ugFuirh515 — NBA History (@NBAHistory) December 18, 2018Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og náði líka tímamótum þegar hann skoraði sitt fimmtán þúsundasta stig í NBA en hann er aðeins fimmti leikmaður í sögu Warriors sem nær því. Hinir eru Wilt Chamberlain (17.783 stig), Rick Barry (16.447), Paul Arizin Arizin (16.266) og Chris Mullin (16.235). Golden State lagði grunninn að sigrinum með því að vinna annan leikhlutann 31-16 og komast 23 stigum yfir fyrir hálfleik. Curry náði einmitt fimmtán þúsundasta stiginu með þriggja stiga körfu í hraðaupphlaupi í öðrum leikhlutanum. Steve Kerr leyfði sér að hvíla lykilmenn í seinni hálfleiknum en framundan eru átta leikir hjá Golden State áður en árið er á enda.Stephen Curry becomes 5th player in @warriors history to reach 15,000 career regular season points! pic.twitter.com/1ds8Vu3CEL — NBA (@NBA) December 18, 2018Steph Curry joins the 15,000 point club! #ThisIsWhyWePlay : @NBATVpic.twitter.com/GwqqOf2O1Z — NBA (@NBA) December 18, 2018Klay Thompson skoraði 16 stig fyrir Golden State og Svíinn Jonas Jerebko kom líka með 16 stig inn af bekknum. Marc Gasol var með 15 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tapaði þriðja leiknum í röð og þeim fimmta af síðustu sex.Russell Westbrook var með þrennu í 121-96 sigri Oklahoma City Thunder á Chicago Bulls en hann skilaði 13 stigum, 16 fráköst og 11 stoðsendingum. Þetta er 111. þrenna Westbrook á NBA-ferlinum. Paul George skoraði 16 af 24 stigum sínum á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik sem Thunder-liðið vann 23-7 og komst í 64-44 fyrir hálfleik. Lauri Markkanen og Bobby Portis skoruðu báðir 16 stig fyrir Chicago og Finninn Lauri var einnig með 15 fráköst.Russell Westbrook (13 PTS, 16 REBS, 11 ASTS) records his 111th career triple-double! #ThunderUppic.twitter.com/TdTzyXLRgE — NBA (@NBA) December 18, 2018Giannis Antetokounmpo átti enn einn stórleikinn þegar Milwaukee Bucks vann 107-104 útisigur á Detroit Pistons. Giannis endaði með 32 stig og 12 fráköst en þrenna Blake Griffin (19 stig, 11 stoðsendingar, 10 fráköst) dugði ekki Detroit. Griffin fékk tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en klikkaði á tveimur þriggja stiga skotum á síðustu fjórtán sekúndunum.James Harden skoraði 47 stig í 102-97 sigri Houston Rockets á Utah Jazz en þetta var fjórði sigurleikur Houston liðsins í röð. Harden hitti úr 15 af 16 vítskotum sínum og var auk stiganna með 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Það hefur lítið gengið upp hjá Houston liðinu en Harden hefur farið fyrir liðinu í þessarri fjögurra leikja sigurgöngu en í þeim er hann líka með 50 stiga leik og svo tvær þrennur. Þetta var sjötti 40 stiga leikur Harden á tímabilinu.James Harden erupts for 47 PTS after tallying two consecutive triple-doubles! #Rocketspic.twitter.com/cFeK5s7a9I — NBA (@NBA) December 18, 2018Devin Booker skoraði 38 stig í 128-110 sigri Phoenix Suns á New York Knicks í Madison Sqaure Garden. T.J. Warren skoraði 17 af 26 stigum sínum í þriðja leikhlutanum sem Phoenix-liðið vann 41-17. Þetta er þriðji sigur Phoenix í röð eftir að hafa aðeins unnið 4 af fyrstu 28 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan & LaMarcus Aldridge score 20 PTS apiece in the @spurs victory! #GoSpursGopic.twitter.com/jKUoQ7E79y — NBA (@NBA) December 18, 2018Derrick Rose finishes with 13 PTS, 11 ASTS as the @Timberwolves go for a season-high 132 PTS! #AllEyesNorthpic.twitter.com/KhH5tWOZvD — NBA (@NBA) December 18, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 110-93 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 127-131 San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 123-96 Houston Rockets - Utah Jazz 102-97 Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 132-105 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 121-96 New York Knicks - Phoenix Suns 110-128 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 104-107
NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira