Eineltishugtakið þrengt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Ég hef átt fund með félags- og jafnréttisráðherra til að ræða við hann um reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Tilefnið var annars vegar beiðni um breytingar vegna þrengingar sem gerð var á skilgreiningu eineltis í eineltisreglugerð árið 2015 og hins vegar að rannsakendur væru óháðir. Breytingin sem átti sér stað 2015 fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun“. Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Fólk sem telur sig þolendur segir að það þýði ekki að kvarta þar sem skilgreiningin sé svo þröng. Með vísan til þessa má telja að óheillaskref hafi verið stigið með breytingunni á skilgreiningu eineltis með setningu reglugerðar nr. 1009/2015. Vandséð er hvað vakti fyrir framkvæmdarvaldinu með þrengingu skilgreiningarinnar. Það er óskandi að ráðherra geri þær breytingar á reglugerðinni að skilgreiningin á einelti verði færð í fyrra form og þannig miðað við að einelti sé ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, svo sem áður var mælt fyrir um í reglugerð.Er rannsakandinn óháður? Einnig ræddum við um að margir sem komið hafa að þessum málum hafa orðið varir við að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komast nánast alltaf að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu, þ.e. sami aðilinn og kallar sérfræðinginn til og greiðir fyrir rannsóknina. Rannsakandinn er eins og gefur að skilja háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Oft er atvikum einnig háttað á þann veg að vinnuveitandinn er tengdur málinu eða kann að hafa sterkar skoðanir á því hvort einelti hefur átt sér stað eða ekki. Á mannamáli, eins og margir þolendur hafa sagt, þá er eins og niðurstaðan sé keypt. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómkvaddan matsmann. Tilkynnandi verður að fá tækifæri til að hafa hönd í bagga með hverjir rannsaka mál hans. Hann þarf að geta treyst því að sá sem fenginn er til að rannsaka málið sé sannarlega óháður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hef átt fund með félags- og jafnréttisráðherra til að ræða við hann um reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Tilefnið var annars vegar beiðni um breytingar vegna þrengingar sem gerð var á skilgreiningu eineltis í eineltisreglugerð árið 2015 og hins vegar að rannsakendur væru óháðir. Breytingin sem átti sér stað 2015 fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun“. Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Fólk sem telur sig þolendur segir að það þýði ekki að kvarta þar sem skilgreiningin sé svo þröng. Með vísan til þessa má telja að óheillaskref hafi verið stigið með breytingunni á skilgreiningu eineltis með setningu reglugerðar nr. 1009/2015. Vandséð er hvað vakti fyrir framkvæmdarvaldinu með þrengingu skilgreiningarinnar. Það er óskandi að ráðherra geri þær breytingar á reglugerðinni að skilgreiningin á einelti verði færð í fyrra form og þannig miðað við að einelti sé ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, svo sem áður var mælt fyrir um í reglugerð.Er rannsakandinn óháður? Einnig ræddum við um að margir sem komið hafa að þessum málum hafa orðið varir við að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komast nánast alltaf að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu, þ.e. sami aðilinn og kallar sérfræðinginn til og greiðir fyrir rannsóknina. Rannsakandinn er eins og gefur að skilja háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Oft er atvikum einnig háttað á þann veg að vinnuveitandinn er tengdur málinu eða kann að hafa sterkar skoðanir á því hvort einelti hefur átt sér stað eða ekki. Á mannamáli, eins og margir þolendur hafa sagt, þá er eins og niðurstaðan sé keypt. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómkvaddan matsmann. Tilkynnandi verður að fá tækifæri til að hafa hönd í bagga með hverjir rannsaka mál hans. Hann þarf að geta treyst því að sá sem fenginn er til að rannsaka málið sé sannarlega óháður.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun