Forngripur á Alþingi Ellert B. Schram skrifar 18. desember 2018 07:00 Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun