Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 16:09 Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari. Skjáskot úr frétt Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi. Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi.
Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53