Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 11:03 Frá Vincennes-flóa á austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir þar þynnast nú hratt. Vísir/EPA Jöklar á austurhluta Suðurskautslandsins þynnast nú hraðar en vísindamenn höfðu gert sér í hugarlund. Greining á gervihnattamyndum sem teknar hafa verið af Suðurskautslandinu benda til þess að nokkrir skriðjöklar hafi þynnst um þrjá metra á einum áratug. Fram að þessu hefur verið talið að íshellan austanmegin á heimsálfunni væri stöðugari en vestanmegin þar sem ís hefur bráðnað hratt. Bráðnun á austanverðu Suðurskautslandinu hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar enda er ísinn sem þar er að finna á við fjóra Grænlandsjökla. Bráðnaði hann allur gæti sjávarstaðan á jörðinni hækkað um 28 metra að meðaltali. Gervihnattamyndir sem vísindamenn hafa unnið úr sýna að skriðjöklar á um einum áttunda hluta austurstrandlengjunnar þynnist og skríði hraðar fram en áður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ástæðan er talin sú að hlýr djúpsjór kemst að jökulröndinni þar sem hún gengur út í hafið og bræðir ísinn að neðan. Djúpsjórinn vellur upp vegna breytingar á hafísnum og staðbundnum vindum.Kort af austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir fjórir í Vincennes-flóa eru rétt vestan við Totten-jökulinn, stærsta jökul austurhlutans.NASAÞynnist fimmfalt hraðar en áður Vísindamenn vissu fyrir að Totten-jökulinn á austanverðu Suðurskautslandinu væri viðkvæmur. Gervihnattamyndirnar sýna nú að jöklar í nágrenni hans séu einnig að bráðna hraðar. Ísinn í fjórum smærri jöklum við Vincennes-flóa þynnist nú fimmfalt hraðar en hann gerði árið 2008, um hálfan metra á ári. „Þeir skríða líka 3% hraðar fram en árið 2008 sem hljómar lítið en það er nægjanlegt til að breyta flæðinu sem kemur úr þessum jöklum vegna þess að þeir eru mjög djúpir,“ segir Catherine Walker frá Goddard-geimrannsóknastöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem leiddi hóp vísindamanna sem greindi gervihnattagögnin. Íshellan sem Totten- og Vincennes-jöklarnir flæða úr geymir nógu mikinn ís til að hækka yfirborð sjávar um níu metra, að því er segir í umfjöllun á vef vísindaritsins Nature. Walker og félagar lögðust yfir gervihnattamyndir sem teknar hafa verið frá árinu 2003. Með því að leggja þær saman fengu þau út þrívíða mynd af jöklunum. Þannig gátu þeir verið hversu mikið þykkt þeirra hefði breyst með tímanum. Gögn frá sjávarmælitækjum leiddu í ljós að sjórinn í kringum austanvert Suðurskautslandið byrjaði að hlýna í kringum árið 2010. Á sama tíma byrjuðu jöklarnir við Vicennes-flóa að þynnast.Þrátt fyrir fjarlægðina er það Suðurskautslandið sem gæti frekar hækkað sjávarstöðuna við Ísland en Grænlandsjökull.Vísir/GVAÍsland bundið af örlögum Suðurskautslandsins Þróun sjávarstöðu við Ísland ræðst að miklu leyti af bráðnun íssins á Suðurskautslandinu frekar en á Grænlandi. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í vor kom fram að hækkun sjávarstöðunnar við strendur landsins verði að líkindum minni en meðaltalið á heimsvísu. Ástæðan er bráðun Grænlandsjökuls. Íshellan er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna við hann. Þegar ísinn bráðnar slaknar á þyngdarsviðinu og yfirborð sjávar í nágrenni jökulsins lækkar. Veruleg óvissa var hins vegar sögð ríkja um þróun sjávarstöðunnar, aðallega vegna vafa um örlög íssins á Suðurskautslandinu. Vísindanefndin varaði við því að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland gæti orðið umtalsvert meiri. Hún gæti orðið tvöfalt meiri en núverandi spá gerir ráð fyrir verði hrun í jöklum á suðurhveli. Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu. 24. júní 2018 07:00 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Jöklar á austurhluta Suðurskautslandsins þynnast nú hraðar en vísindamenn höfðu gert sér í hugarlund. Greining á gervihnattamyndum sem teknar hafa verið af Suðurskautslandinu benda til þess að nokkrir skriðjöklar hafi þynnst um þrjá metra á einum áratug. Fram að þessu hefur verið talið að íshellan austanmegin á heimsálfunni væri stöðugari en vestanmegin þar sem ís hefur bráðnað hratt. Bráðnun á austanverðu Suðurskautslandinu hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar enda er ísinn sem þar er að finna á við fjóra Grænlandsjökla. Bráðnaði hann allur gæti sjávarstaðan á jörðinni hækkað um 28 metra að meðaltali. Gervihnattamyndir sem vísindamenn hafa unnið úr sýna að skriðjöklar á um einum áttunda hluta austurstrandlengjunnar þynnist og skríði hraðar fram en áður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ástæðan er talin sú að hlýr djúpsjór kemst að jökulröndinni þar sem hún gengur út í hafið og bræðir ísinn að neðan. Djúpsjórinn vellur upp vegna breytingar á hafísnum og staðbundnum vindum.Kort af austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir fjórir í Vincennes-flóa eru rétt vestan við Totten-jökulinn, stærsta jökul austurhlutans.NASAÞynnist fimmfalt hraðar en áður Vísindamenn vissu fyrir að Totten-jökulinn á austanverðu Suðurskautslandinu væri viðkvæmur. Gervihnattamyndirnar sýna nú að jöklar í nágrenni hans séu einnig að bráðna hraðar. Ísinn í fjórum smærri jöklum við Vincennes-flóa þynnist nú fimmfalt hraðar en hann gerði árið 2008, um hálfan metra á ári. „Þeir skríða líka 3% hraðar fram en árið 2008 sem hljómar lítið en það er nægjanlegt til að breyta flæðinu sem kemur úr þessum jöklum vegna þess að þeir eru mjög djúpir,“ segir Catherine Walker frá Goddard-geimrannsóknastöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem leiddi hóp vísindamanna sem greindi gervihnattagögnin. Íshellan sem Totten- og Vincennes-jöklarnir flæða úr geymir nógu mikinn ís til að hækka yfirborð sjávar um níu metra, að því er segir í umfjöllun á vef vísindaritsins Nature. Walker og félagar lögðust yfir gervihnattamyndir sem teknar hafa verið frá árinu 2003. Með því að leggja þær saman fengu þau út þrívíða mynd af jöklunum. Þannig gátu þeir verið hversu mikið þykkt þeirra hefði breyst með tímanum. Gögn frá sjávarmælitækjum leiddu í ljós að sjórinn í kringum austanvert Suðurskautslandið byrjaði að hlýna í kringum árið 2010. Á sama tíma byrjuðu jöklarnir við Vicennes-flóa að þynnast.Þrátt fyrir fjarlægðina er það Suðurskautslandið sem gæti frekar hækkað sjávarstöðuna við Ísland en Grænlandsjökull.Vísir/GVAÍsland bundið af örlögum Suðurskautslandsins Þróun sjávarstöðu við Ísland ræðst að miklu leyti af bráðnun íssins á Suðurskautslandinu frekar en á Grænlandi. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í vor kom fram að hækkun sjávarstöðunnar við strendur landsins verði að líkindum minni en meðaltalið á heimsvísu. Ástæðan er bráðun Grænlandsjökuls. Íshellan er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna við hann. Þegar ísinn bráðnar slaknar á þyngdarsviðinu og yfirborð sjávar í nágrenni jökulsins lækkar. Veruleg óvissa var hins vegar sögð ríkja um þróun sjávarstöðunnar, aðallega vegna vafa um örlög íssins á Suðurskautslandinu. Vísindanefndin varaði við því að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland gæti orðið umtalsvert meiri. Hún gæti orðið tvöfalt meiri en núverandi spá gerir ráð fyrir verði hrun í jöklum á suðurhveli.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu. 24. júní 2018 07:00 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu. 24. júní 2018 07:00
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15