Dýpri lægð en spár gerðu ráð fyrir og tvær aðrar á leiðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 10:39 Frá Sæfarinu á Sæbraut í morgun þar sem blés hressilega. vísir/vilhelm Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita. Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita.
Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59
Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30