Hlýna á í veðri og er gert ráð fyrir að hiti nái sjö til fimmtán stigum seinni partinn, hlýjast í hnjúkaþey norðanlands.
Á morgun er spáð suðaustan 8-13 m/s og stöku skúrum eða slydduéljum en bjartviðri norðan heiða. Hitinn á landinu verður á bilinu eitt til átta stig, hlýjast syðst.
Samkvæmt Vegagerðinni er hálka eða hálkublettir víða á heiðum. Flughálka er sögð á Laxárdalsheiði og á leiðinni frá Hofsósi í Siglufjörð.