Síðasta barátta LeBron og Wade Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2018 07:30 Félagarnir skiptust á treyjum í leikslok mynd/twitter/nba LeBron James og Dwayne Wade mættust í hvað verður líklega síðasta skipti á ferlinum þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat áttust við í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Wade og James komu báðir inn í NBA deildina árið 2003 og hafa mæst oft á tíðum inn á vellinum saman. Þeir voru samherjar hjá Miami Heat í fjögur ár og komust í úrslitarimmuna öll árin, unnu titilinn saman tvisvar. Wade ætlar að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils og skiptust þeir félagar á faðmlögum og treyjum í leikslok. James skoraði 28 stig fyrir Lakers í leiknum en heimamenn unnu leikinn 108-105. Wade setti niður 15 stig í seinni hálfleiknum en það dugði ekki fyrir Heat sem var að spila þriðja af sex útileikjum í röð. Los Angeles hefur unnið síðustu fimm heimaleiki sína í röð.the TOP PLAYS from LeBron James (28 PTS, 12 AST, 9 REB) & Dwyane Wade (15 PTS, 10 AST, 5 REB) in their final matchup, as the @Lakers/@MiamiHEAT go down to the wire in LA! #OneLastDance#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/LvForegeYA — NBA (@NBA) December 11, 2018 Í Philadelphia höfðu heimamenn í 76ers betur gegn Detroit Pistons í annað skipti á fjórum dögum. Joel Embiid hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum en hann minnti á sig í nótt með 24 stig. Ben Simmons og Furkan Korkmaz gerðu 18 stig hvor. Jimmy Butler var stjarna 76ers gegn Detroit á föstudag en hann þurfti frá að hverfa í nótt þegar hann meiddist á nára í fyrri hálfleik. Butler spilaði fyrstu 10 mínútur leiksins án þess að skora áður en hann meiddist. Síðan Butler kom frá Minnesota Timberwolves í síðasta mánuði hefur hann skilað 21,4 stigi að meðaltali í leik og því högg fyrir Philadelphia að missa hann út. Brett Brown, þjálfari 76ers, gat ekki sagt til um hversu lengi Butler yrði frá í nótt. Fimm leikmenn voru fjarverandi í liði Boston Celtics sem mætti New Orleans Pelicans, þar á meðal stórstjörnurnar Kyrie Irving, Al Horford og Gordon Hayward. Það kom þó ekki að sök því Boston sigldi heim 113-100 sigri. Anthony Davis gerði hvað hann gat fyrir gestina með frábærri frammistöðu, hann skoraði 41 stig og tók 7 fráköst. Irving vaknaði í gærmorgun og fann til í öxlinni og var því tekin ákvörðun um að hvíla. Brad Stevens, þjálfari Celtics, segist þó ekki hafa áhyggjur af Irving til langs tíma.Robert Williams III (7 PTS, 10 REB) 3rd rejection of the night! #NBARooks#CUsRise 103#DoItBig 88 4:44 remaining on @NBATV. #PlayersOnlypic.twitter.com/eqTaLfTxn6 — NBA (@NBA) December 11, 2018Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Washington Wizards 109-101 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 116-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-100 Chicago Bulls - Sacramento Kings 89-108 Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-92 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 122-113 Dallas Mavericks - Orlando Magic 101-76 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 105-99 Phoenix Suns - LA Clippers 119-123 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-108 Los Angeles Lakers - Miami Heat 108-105 NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
LeBron James og Dwayne Wade mættust í hvað verður líklega síðasta skipti á ferlinum þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat áttust við í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Wade og James komu báðir inn í NBA deildina árið 2003 og hafa mæst oft á tíðum inn á vellinum saman. Þeir voru samherjar hjá Miami Heat í fjögur ár og komust í úrslitarimmuna öll árin, unnu titilinn saman tvisvar. Wade ætlar að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils og skiptust þeir félagar á faðmlögum og treyjum í leikslok. James skoraði 28 stig fyrir Lakers í leiknum en heimamenn unnu leikinn 108-105. Wade setti niður 15 stig í seinni hálfleiknum en það dugði ekki fyrir Heat sem var að spila þriðja af sex útileikjum í röð. Los Angeles hefur unnið síðustu fimm heimaleiki sína í röð.the TOP PLAYS from LeBron James (28 PTS, 12 AST, 9 REB) & Dwyane Wade (15 PTS, 10 AST, 5 REB) in their final matchup, as the @Lakers/@MiamiHEAT go down to the wire in LA! #OneLastDance#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/LvForegeYA — NBA (@NBA) December 11, 2018 Í Philadelphia höfðu heimamenn í 76ers betur gegn Detroit Pistons í annað skipti á fjórum dögum. Joel Embiid hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum en hann minnti á sig í nótt með 24 stig. Ben Simmons og Furkan Korkmaz gerðu 18 stig hvor. Jimmy Butler var stjarna 76ers gegn Detroit á föstudag en hann þurfti frá að hverfa í nótt þegar hann meiddist á nára í fyrri hálfleik. Butler spilaði fyrstu 10 mínútur leiksins án þess að skora áður en hann meiddist. Síðan Butler kom frá Minnesota Timberwolves í síðasta mánuði hefur hann skilað 21,4 stigi að meðaltali í leik og því högg fyrir Philadelphia að missa hann út. Brett Brown, þjálfari 76ers, gat ekki sagt til um hversu lengi Butler yrði frá í nótt. Fimm leikmenn voru fjarverandi í liði Boston Celtics sem mætti New Orleans Pelicans, þar á meðal stórstjörnurnar Kyrie Irving, Al Horford og Gordon Hayward. Það kom þó ekki að sök því Boston sigldi heim 113-100 sigri. Anthony Davis gerði hvað hann gat fyrir gestina með frábærri frammistöðu, hann skoraði 41 stig og tók 7 fráköst. Irving vaknaði í gærmorgun og fann til í öxlinni og var því tekin ákvörðun um að hvíla. Brad Stevens, þjálfari Celtics, segist þó ekki hafa áhyggjur af Irving til langs tíma.Robert Williams III (7 PTS, 10 REB) 3rd rejection of the night! #NBARooks#CUsRise 103#DoItBig 88 4:44 remaining on @NBATV. #PlayersOnlypic.twitter.com/eqTaLfTxn6 — NBA (@NBA) December 11, 2018Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Washington Wizards 109-101 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 116-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-100 Chicago Bulls - Sacramento Kings 89-108 Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-92 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 122-113 Dallas Mavericks - Orlando Magic 101-76 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 105-99 Phoenix Suns - LA Clippers 119-123 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-108 Los Angeles Lakers - Miami Heat 108-105
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum