Benjamín gegn Benjamín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2018 08:00 Benjamínarnir tveir, Gantz og Netanjahú. Nordicphotos/AFP Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira