Benjamín gegn Benjamín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2018 08:00 Benjamínarnir tveir, Gantz og Netanjahú. Nordicphotos/AFP Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira