Suðvestan 8-15 með éljum og heldur kólnandi veðri á morgun, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi.
Suðvestan átt er spáð áfram á laugardag. Léttskýjað austantil á landinu, annars él. Hiti um eða undir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan 8-15 m/s og él, en hægari og léttskýjað á NA- og A-landi. Kólnandi, hiti kringum frostmark síðdegis.
Á laugardag:
Suðvestan 5-13 og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust við S- og V-ströndina.
Á sunnudag:
Austlæg átt og fer að snjóa, frost 0 til 5 stig. Slydda eða rigning og hlánar síðdegis á S-landi.
Á mánudag (gamlársdagur):
Norðaustanátt með snjókomu á N- og A-landi, en rofar til S-lands. Frost 0 til 5 stig, en hiti 1 til 5 stig syðst.
Á þriðjudag (nýársdagur):
Austanátt og slydda eða snjókoma með S-ströndinni, annars þurrt. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-lands.
Á miðvikudag:
Austanátt og slydda eða rigning á S- og SV-landi, en léttskýjað NA-lands.