Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 11:11 Á meðan flest ríki heims reyna að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda greiðir ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta götu kolaframleiðenda og orkuvera. Vísir/Getty Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00