Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. Um var að ræða æfingu í viðbrögðum við þeirri stöðu sem gæti komið upp ef Brexit gerist án samkomulags og landamæri Bretlands loka.
Breska samgönguráðuneytið segir að æfingin hafi gengið vel og umferðin gengið greiðlega.
Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja sem stunda flutninga á vegum sagði hins vegar að þetta væri of lítið og of seint.
Svona æfing gæti ekki líkt eftir þeim raunveruleika ef fjögur þúsund flutningabílar sætu fastir á flugvellinum kæmi til lokunar landamæra Bretlands. Þá hefði þetta æfingaferli átt að byrja mörgum mánuðum fyrr.
Æfa viðbrögð við Brexit án samnings

Tengdar fréttir

Theresa May segir Brexit jafnvel í hættu
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að útgangan úr Evrópusambandinu sé í hættu ef þingmenn styðji ekki Brexit-samkomulag hennar.

Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit
Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi.

Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni "klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku.