Stórkostlegur Harden tryggði Houston sigur í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. janúar 2019 07:30 James Harden er á hrikalegu skriði vísir/getty Houston Rockets hafði betur í framlengingu gegn meisturunum í Golden State Warriors í nótt þegar liðin sem mættust í úrslitum vesturdeildarinnar í vor áttust við í Oakland. James Harden fór á kostum í liði Rockets eins og hann hefur gert síðustu leiki. Hann náði sér í sína aðra þreföldu tvennu í vikunni og fimmta leikinn í röð skoraði hann yfir 40 stig. Leikurinn endaði með eins stigs sigri gestanna frá Houston eftir að langur flautuþristur Kevin Durant hitti ekki körfuna. Harden skoraði sigurkörfu leiksins og lauk leik með 44 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum. Clint Capela bætti 29 stigum og 21 frákasti við fyrir Houston. Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og Durant var með 26.JAMES HARDEN WINS IT FOR THE @HOUSTONROCKETS FROM DOWNTOWN! Final in Oakland:#Rockets 135#DubNation 134 pic.twitter.com/SOJ374U8P0 — NBA (@NBA) January 4, 2019WHAT. A. PERFORMANCE.@JHarden13 (44 PTS, 10 3PM, 15 AST, 10 REB) records his 3rd 40+point triple-double of the season and hits the game-winning triple for the @HoustonRockets in Oakland! #Rocketspic.twitter.com/7fz1zU6YkR — NBA (@NBA) January 4, 2019 DeMar DeRozan fékk í kvöld sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum og það sem meira er þá gerði hann það í fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum. DeRozan var níu ár í Toronto en var skipt yfir til San Antonio Spurs í sumar. Kawhi Leonard fór í hina áttina í skiptunum, frá Spurs til Raptors. Leikur liðanna í nótt var einnig fyrsta endurkoma Leonard til San Antonio. DeRozan skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 125-107 sigri heimaliðsins. „Það var mjög gaman að fara út á gólfið og grínast í gömlu liðsfélögunum. En það voru engar tilfinningar, þetta var ekki tilfinningaríkur leikur fyrir mig,“ sagði DeRozan í leikslok. Leonard skoraði 21 stig í endurkomunni en stuðningsmenn Spurs gáfu honum ekki hlýlegar móttökur. Þeir kölluðu hann meðal annars svikara og lætin í áhorfendunum virtust hafa áhrif á hann.@DeMar_DeRozan notches his 1st career triple-double with 21 PTS, 14 REB, 11 AST in the @spurs home victory! #GoSpursGopic.twitter.com/BcNEX0Abqn — NBA (@NBA) January 4, 2019 Denver Nuggets vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti Sacramento Kings heim og heldur sér á toppi vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 36 stig fyrir Nuggets, og þar af 17 í lokafjórðungnum, í áttunda sigri Nuggets í 10 leikjum. Nikola Jokic bætti við 26 stigum fyrir Denver. Sacramento var með 13 stiga forystu í hálfleik og stækkuðu forskotið upp í 70-55 snemma í þriðja leikhluta en þá fór Murray í gang og skoraði átta stig í röð í 13-0 áhlaupi Denver. Það var allt jafnt fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir unnu.Úrslit næturinnar: San Antonio Spurs - Toronto Raptors 125-107 Sacramento Kings - Denver Nuggets 113-117 Golden State Warriors - Houston Rockets 134-135 NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Houston Rockets hafði betur í framlengingu gegn meisturunum í Golden State Warriors í nótt þegar liðin sem mættust í úrslitum vesturdeildarinnar í vor áttust við í Oakland. James Harden fór á kostum í liði Rockets eins og hann hefur gert síðustu leiki. Hann náði sér í sína aðra þreföldu tvennu í vikunni og fimmta leikinn í röð skoraði hann yfir 40 stig. Leikurinn endaði með eins stigs sigri gestanna frá Houston eftir að langur flautuþristur Kevin Durant hitti ekki körfuna. Harden skoraði sigurkörfu leiksins og lauk leik með 44 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum. Clint Capela bætti 29 stigum og 21 frákasti við fyrir Houston. Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og Durant var með 26.JAMES HARDEN WINS IT FOR THE @HOUSTONROCKETS FROM DOWNTOWN! Final in Oakland:#Rockets 135#DubNation 134 pic.twitter.com/SOJ374U8P0 — NBA (@NBA) January 4, 2019WHAT. A. PERFORMANCE.@JHarden13 (44 PTS, 10 3PM, 15 AST, 10 REB) records his 3rd 40+point triple-double of the season and hits the game-winning triple for the @HoustonRockets in Oakland! #Rocketspic.twitter.com/7fz1zU6YkR — NBA (@NBA) January 4, 2019 DeMar DeRozan fékk í kvöld sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum og það sem meira er þá gerði hann það í fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum. DeRozan var níu ár í Toronto en var skipt yfir til San Antonio Spurs í sumar. Kawhi Leonard fór í hina áttina í skiptunum, frá Spurs til Raptors. Leikur liðanna í nótt var einnig fyrsta endurkoma Leonard til San Antonio. DeRozan skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 125-107 sigri heimaliðsins. „Það var mjög gaman að fara út á gólfið og grínast í gömlu liðsfélögunum. En það voru engar tilfinningar, þetta var ekki tilfinningaríkur leikur fyrir mig,“ sagði DeRozan í leikslok. Leonard skoraði 21 stig í endurkomunni en stuðningsmenn Spurs gáfu honum ekki hlýlegar móttökur. Þeir kölluðu hann meðal annars svikara og lætin í áhorfendunum virtust hafa áhrif á hann.@DeMar_DeRozan notches his 1st career triple-double with 21 PTS, 14 REB, 11 AST in the @spurs home victory! #GoSpursGopic.twitter.com/BcNEX0Abqn — NBA (@NBA) January 4, 2019 Denver Nuggets vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti Sacramento Kings heim og heldur sér á toppi vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 36 stig fyrir Nuggets, og þar af 17 í lokafjórðungnum, í áttunda sigri Nuggets í 10 leikjum. Nikola Jokic bætti við 26 stigum fyrir Denver. Sacramento var með 13 stiga forystu í hálfleik og stækkuðu forskotið upp í 70-55 snemma í þriðja leikhluta en þá fór Murray í gang og skoraði átta stig í röð í 13-0 áhlaupi Denver. Það var allt jafnt fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir unnu.Úrslit næturinnar: San Antonio Spurs - Toronto Raptors 125-107 Sacramento Kings - Denver Nuggets 113-117 Golden State Warriors - Houston Rockets 134-135
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum