Gagnagrunnur um laun landsmanna nýtist til stefnumótunar Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2019 19:32 Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Undanfarið ár hefur verið unnið að því á vegum forsætisráðuneytisins í samstarfi við um áttatíu aðila að koma gagnagrunninum á legg. Upplýsingarnar eru ópersónugreinanlegar en sýna þróun raunverulegra ráðstöfunartekna ólíkra hópa, þar sem tekið er tillit til bóta ýmis konar frá ríki og sveitarfélögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gagnagrunninn betri en nokkra þurra skýrslu um tekjur landsmanna. „Ég held að þetta sé algerlega einstakt verkefni. Ég held að hvergi; mér er ekki kunnugt um að nokkurs staðar hafi áður verið farið jafn djúpt ofan í raungögn yfir svona langt tímabil. Og nákvæmlega skoðað hvernig lífskjaraþróunin hefur verið yfir svona langt tímabil,” segir Bjarni.Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tíma.Vísir/VilhelmNú geta allir farið inn á vefinn tekjusagan.is og borið sjálfan sig saman við þróun tekna ólíkra hópa á undanförnum tuttugu og fimm árum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir merkilegt að skoða hvernig fjármálakreppan lék einstaka hópa í samfélaginu. „Það er auðvitað mikilvægt að draga það saman í þessum grunni. En sýna líka hvernig ólíkum hópum hefur gengið að ná sér aftur á strik eftir hrun. Getur þetta hjálpað stjórnvöldum við stefnumótun? Algerlega tvímælalaust. Þetta er eitt af því sem við höfum verið að ræða. Það hefur verið ákveðinn skortur á að raungögn séu aðgengileg með svona tiltölulega einföldum og gagnsæjum hætti,” segir Katrín. Þannig megi greina hópa sem stjórnvöld þurfi að huga betur að, eins og einstæðar mæður og aðra hópa sem vegnað hefur betur. Einnig að fólk færist milli tekjuhópa. Í þessum gögnum sem við birtum getum við í raun og veru séð hvernig fólk færist á milli tekjutíunda í lífshlaupinu. Þau virðast benda til að félagslegur hreyfanleiki á Íslandi sé mjög mikill. Sem er auðvitað mjög jákvætt,” segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnaráðherra telur að grunnurinn muni gagnast stjórnvöldum vel við stefnumótun og við að ákveða hvert þau beina aðstoð sinni. „Þá er þetta tæki fyrir stjórnvöld, að greina þá hópa og beina þar af leiðandi stuðningnum með skynsamlegri hætti til þeirra. Heldur við höfum almennt verið í umræðunni,” segir Sigurður Ingi. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Undanfarið ár hefur verið unnið að því á vegum forsætisráðuneytisins í samstarfi við um áttatíu aðila að koma gagnagrunninum á legg. Upplýsingarnar eru ópersónugreinanlegar en sýna þróun raunverulegra ráðstöfunartekna ólíkra hópa, þar sem tekið er tillit til bóta ýmis konar frá ríki og sveitarfélögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gagnagrunninn betri en nokkra þurra skýrslu um tekjur landsmanna. „Ég held að þetta sé algerlega einstakt verkefni. Ég held að hvergi; mér er ekki kunnugt um að nokkurs staðar hafi áður verið farið jafn djúpt ofan í raungögn yfir svona langt tímabil. Og nákvæmlega skoðað hvernig lífskjaraþróunin hefur verið yfir svona langt tímabil,” segir Bjarni.Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tíma.Vísir/VilhelmNú geta allir farið inn á vefinn tekjusagan.is og borið sjálfan sig saman við þróun tekna ólíkra hópa á undanförnum tuttugu og fimm árum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir merkilegt að skoða hvernig fjármálakreppan lék einstaka hópa í samfélaginu. „Það er auðvitað mikilvægt að draga það saman í þessum grunni. En sýna líka hvernig ólíkum hópum hefur gengið að ná sér aftur á strik eftir hrun. Getur þetta hjálpað stjórnvöldum við stefnumótun? Algerlega tvímælalaust. Þetta er eitt af því sem við höfum verið að ræða. Það hefur verið ákveðinn skortur á að raungögn séu aðgengileg með svona tiltölulega einföldum og gagnsæjum hætti,” segir Katrín. Þannig megi greina hópa sem stjórnvöld þurfi að huga betur að, eins og einstæðar mæður og aðra hópa sem vegnað hefur betur. Einnig að fólk færist milli tekjuhópa. Í þessum gögnum sem við birtum getum við í raun og veru séð hvernig fólk færist á milli tekjutíunda í lífshlaupinu. Þau virðast benda til að félagslegur hreyfanleiki á Íslandi sé mjög mikill. Sem er auðvitað mjög jákvætt,” segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnaráðherra telur að grunnurinn muni gagnast stjórnvöldum vel við stefnumótun og við að ákveða hvert þau beina aðstoð sinni. „Þá er þetta tæki fyrir stjórnvöld, að greina þá hópa og beina þar af leiðandi stuðningnum með skynsamlegri hætti til þeirra. Heldur við höfum almennt verið í umræðunni,” segir Sigurður Ingi.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira