66 þúsund tonn af kolum Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Eitt af stóru málum okkar hjá Landvernd er baráttan gegn stóriðjuframkvæmdum sem auka mjög á losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Þetta á meðal annars við um kísilver PCC á Bakka. Samkvæmt starfsleyfi hefur kílsilverið heimild til að brenna árlega 66 þúsund tonnum af kolum og þannig auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 8 prósent á ári. Fyrir jól féll úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði starfsleyfi kísilversins. Landvernd telur að starfsleyfið stangist meðal annars á við skuldbindingar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því miður féllst Úrskurðarnefndin ekki á að ástæða væri til þess að afturkalla starfsleyfi verksmiðjunnar. Landvernd kallar eftir því að stofnanir ríkisins og fyrirtæki í eigu þess leggist á eitt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í raun og hætti að nota loftslagsmál sem tylliástæðu fyrir uppfyllingu virkjana- og verksmiðjudrauma sinna.Réttlæta eyðilegginguna Sumum er tamt að halda því fram að framlag okkar Íslendinga til loftslagsmála sé virkjun vatnsfalla og jarðhita til framleiðslu á hráefnum sem fara á heimsmarkað. Með því réttlæta sumir fyrir sjálfum sér þá eyðileggingu sem við höfum stundað á gríðarfögrum náttúruminjum Íslands sem eru oft einstakar í heiminum. Þá er því haldið fram að með því dragi úr framleiðslu hráefnanna með jarðefnaeldsneyti en ekki hefur verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi; eingöngu er ljóst að framboð af hráefninu er aukið. Landvernd er í þessu tilviki ekki sumir. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að benda á þau mörgu tækifæri sem við höfum til þess að draga úr okkar eigin losun gróðurhúsalofttegunda jafnframt því sem við verndum þann mikla auð sem býr í náttúrunni okkar og vera þannig góð fyrirmynd fyrir heiminn sem þjóð sem er kolefnisneikvæð. Með því yrðum við þjóð sem bindur meira af gróðurhúsalofttegundum en hún losar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af stóru málum okkar hjá Landvernd er baráttan gegn stóriðjuframkvæmdum sem auka mjög á losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Þetta á meðal annars við um kísilver PCC á Bakka. Samkvæmt starfsleyfi hefur kílsilverið heimild til að brenna árlega 66 þúsund tonnum af kolum og þannig auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 8 prósent á ári. Fyrir jól féll úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði starfsleyfi kísilversins. Landvernd telur að starfsleyfið stangist meðal annars á við skuldbindingar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því miður féllst Úrskurðarnefndin ekki á að ástæða væri til þess að afturkalla starfsleyfi verksmiðjunnar. Landvernd kallar eftir því að stofnanir ríkisins og fyrirtæki í eigu þess leggist á eitt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í raun og hætti að nota loftslagsmál sem tylliástæðu fyrir uppfyllingu virkjana- og verksmiðjudrauma sinna.Réttlæta eyðilegginguna Sumum er tamt að halda því fram að framlag okkar Íslendinga til loftslagsmála sé virkjun vatnsfalla og jarðhita til framleiðslu á hráefnum sem fara á heimsmarkað. Með því réttlæta sumir fyrir sjálfum sér þá eyðileggingu sem við höfum stundað á gríðarfögrum náttúruminjum Íslands sem eru oft einstakar í heiminum. Þá er því haldið fram að með því dragi úr framleiðslu hráefnanna með jarðefnaeldsneyti en ekki hefur verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi; eingöngu er ljóst að framboð af hráefninu er aukið. Landvernd er í þessu tilviki ekki sumir. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að benda á þau mörgu tækifæri sem við höfum til þess að draga úr okkar eigin losun gróðurhúsalofttegunda jafnframt því sem við verndum þann mikla auð sem býr í náttúrunni okkar og vera þannig góð fyrirmynd fyrir heiminn sem þjóð sem er kolefnisneikvæð. Með því yrðum við þjóð sem bindur meira af gróðurhúsalofttegundum en hún losar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun