Hnignun kolaiðnaðarins heldur áfram þrátt fyrir fyrirheit Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 11:48 Kolaorkuver í Bandaríkjunum hafa átt undir högg að sækja, ekki síst vegna ódýrs jarðgass sem hefur flætt út á markaðinn undanfarin ár. Vísir/Getty Fleiri kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum á fyrri helmingi kjörtímabils Donalds Trump forseta en á öllu fyrra kjörtímabili Baracks Obama þrátt fyrir markvissar tilraunir Trump til að blása lífi í hnignandi kolaiðnaðinn. Uppgangur í jarðgasi og endurnýjanlegum orkugjöfum hefur kippt fótunum undan kolaorkuverkunum. Alls var kolaorkuverum sem framleiddu meira en 23.500 megavött orku lokað frá 2017 til 2018 samkvæmt gögnum Reuters-fréttastofunnar og Orkuupplýsingastofnunar Bandaríkjanna. Til samanburðar hurfu 14.900 megavött kolaorku frá 2009 til 2012, fyrsta kjörtímabil Obama þáverandi forseta. Trump forseti lofaði að endurvekja kolaiðnaðinn í kosningabaráttu sinni. Ríkisstjórn hans hefur afnumið fjölda umhverfis- og loftslagsreglna sem settar voru í tíð Obama til að auðvelda kolaorkuverum lífið. Engu að síður var samdrátturinn í kolaorku í fyrra sá annar mesti í sögunni á eftir árinu 2015 þegar Obama var enn forseti. Ekki sér fyrir endann á hnignun kolaiðnaðarins. Orkufyrirtækin segja ætla að loka verum sem framleiða samtals 8.422 megavött á þessu ári. Á móti ætla þau að bæta við vind-, sólar- og gasorku. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fleiri kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum á fyrri helmingi kjörtímabils Donalds Trump forseta en á öllu fyrra kjörtímabili Baracks Obama þrátt fyrir markvissar tilraunir Trump til að blása lífi í hnignandi kolaiðnaðinn. Uppgangur í jarðgasi og endurnýjanlegum orkugjöfum hefur kippt fótunum undan kolaorkuverkunum. Alls var kolaorkuverum sem framleiddu meira en 23.500 megavött orku lokað frá 2017 til 2018 samkvæmt gögnum Reuters-fréttastofunnar og Orkuupplýsingastofnunar Bandaríkjanna. Til samanburðar hurfu 14.900 megavött kolaorku frá 2009 til 2012, fyrsta kjörtímabil Obama þáverandi forseta. Trump forseti lofaði að endurvekja kolaiðnaðinn í kosningabaráttu sinni. Ríkisstjórn hans hefur afnumið fjölda umhverfis- og loftslagsreglna sem settar voru í tíð Obama til að auðvelda kolaorkuverum lífið. Engu að síður var samdrátturinn í kolaorku í fyrra sá annar mesti í sögunni á eftir árinu 2015 þegar Obama var enn forseti. Ekki sér fyrir endann á hnignun kolaiðnaðarins. Orkufyrirtækin segja ætla að loka verum sem framleiða samtals 8.422 megavött á þessu ári. Á móti ætla þau að bæta við vind-, sólar- og gasorku.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17