Vera með eða ekki? Þröstur Ólafsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Þriðji orkupakkinn er enn óafgreiddur. Hann hefur framkallað tilfinningahlaðna umræðu. Margir sjá þar úldinn fisk undir steini. Það skilur eftir sig tortryggni og ráðvilltan efa. Mikilvægt er því að átta sig á staðreyndum og greina þær frá tilgátum. Við verðum að gera þá kröfu gagnvart okkur sjálfum að treysta frekar staðreyndum en fullyrðingum eða illa rökstuddum getgátum. Það skuldum við Upplýsingunni sem færði okkur Vesturlandabúum mannréttindi, lýðræði og velferð. Orkupakkinn er afleiðing EES-samningsins og orðinn hluti hans skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar; sem sagt með okkar samþykki. Í EES-samningnum er enga undanþágu að finna við því, að orka sé markaðsvara, sem fella má undir regluverk innri markaðsins, hvort heldur hún sé hrein (vatn, vindur, sól) eða unnin úr jarðefnum (kol, olía, gas).Þriðji orkupakkinn Tilgangurinn með þriðja orkupakkanum er að styrkja samkeppni með raforku og gas innan EES og gera markaðinn gagnsærri. Eitt ákvæði lýtur að því að stofna Orkustofnun Evrópu. Í tilskipuninni er ekki að finna neina vísbendingu þess efnis að ACER hafi nokkurt boðvald yfir íslenskum orkumarkaði. Hlutverk hennar er að fella úrskurð í þeim tilfellum sem orkustofnanir innan EES hafa ekki náð samkomulagi um einstök mál. Einnig kveður pakkinn á um að aðskilja skuli enn frekar milli flutningsaðila (Landsnet hf.) og orkuframleiðanda (Landsvirkjunar). Við fengum undanþágu frá þessu. Þá gæti þurft að gera Orkustofnun sjálfstæðari en hún er. Hvað gerist með orkuverð hérlendis ef svo ólíklega vill til að íslenskur orkumarkaður tengist innri orkumarkaði ESB, þá mun þurfa að semja um það þegar þar að kemur. Orkupakkinn breytir í engu fullum yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni, um leið og við einir ráðum því á hverjum tíma, hvort orkustrengur verður yfirleitt lagður. Við höfum öll ráð í hendi okkar.Þjóðarógn? Það er því óskiljanlegt hvernig hægt er að gera þjóðarógn úr orkupakkanum. Komið hefur fram sú fullyrðing að allt sé í lagi að hafna honum. Ekkert muni gerast. Það er nú svo. Þá myndu tveir fyrri orkupakkar að öllum líkindum falla úr gildi, því þeir mynda eina heild. Það myndi valda okkur miklu andstreymi innan ESB og EES, kannski endalokum þess samnings. Synjun er guðsgjöf þeim sem leggja vilja flest í sölurnar til að gera bæði EES og ESB sem tortryggilegast, jafnvel slíta á tengslin. Styrmir Gunnarsson sagði á fundi að orkupakkinn ógnaði einingu Sjálfstæðisflokksins. Því yrði að koma í veg fyrir hann. Ritstjórinn fyrrverandi er sjálfum sér samkvæmur. Fyrst koma hagsmunir Flokksins, hagsmunir þjóðarinnar sitja aftar á merinni. Þannig hugarfar styðst ekki við staðreyndir undirritaðra skjala, heldur pólitískan hugarburð. Áróður. Af samtölum við andófsmenn má helst ráða, að þeir líti á þennan pakka sem eins konar forsendingu ESB: Trójuhestinn, tálbeituna óttalegu.Orkupakkinn er orðinn hluti af EES Með því að tefla EES-samningnum í tvísýnu þá erum við sem þjóð að spila rússneska rúllettu um framtíð okkar. Ógnir við fullveldi felast ekki í orkupakka. Það er heldur billegur hræðsluáróður. Fullveldi þjóða er merkilegra fyrirbæri en svo. EES-samningurinn er mikilvægasti og jafnframt arðbærasti alþjóðasamningur okkar. Hann er einhver mesta réttarbót sem við höfum fengið. Þeir sem unnu að gerð EES-samningsins gerðu sér fulla grein fyrir því, að án samstöðu hinna EFTA-þjóðanna hefðum við aldrei náð svo hagkvæmum samningi. Við erum ekki sterk sem tvíhliða samningsaðili gagnvart samtökum þjóða eða stórþjóðum. Þá mátti þeim sem að þessum flókna en jafnframt ítarlega samningi komu, og kynntu sér innihald hans, ljóst vera að hann gæti falið í sér valdaframsal. Þetta vildu margir okkar hins vegar ekki vita, vegna mikilvægis samningsins fyrir framtíð þjóðarinnar. Þrátt fyrir hugsanlegt valdaframsal þá styrkir samningurinn fullveldi þjóðarinnar, því hann ásamt aðildinni að NATO, neglir öryggi þjóðarinnar fast við nágranna okkar beggja vegna Atlantshafs. EES er brothættur samningur. Það þarf ekki miklar breytingar að gera þar á til að hann ónýtist. Hann er jú fullgilt vegabréf að innri markaði ESB, með tilgreindum undantekningum. Við höfum þó engin áhrif á ákvarðanir ESB, sem snert geta innihald samningsins, því hann er lifandi og í stöðugri þróun. Það er vissulega nokkuð niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki. Þriðji orkupakkinn er Norðmönnum hins vegar afar mikilvægur. Þeir hljóta að hugsa sinn gang ef við neitum að fella hann inn í íslensk lög. Viðbrögð þeirra geta orðið okkur skeinuhætt. Norðmenn greiða t.d. háar upphæðir fyrir okkur inn í Þróunarsjóð ESB, reglubundin greiðsla sem er eins konar auðlindagjald fyrir hindrunarlausan aðgang að innri markaði ESB. Framtíð EES gæti líka verið í hendi þeirra. Að vera – með, þar liggur auðna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þriðji orkupakkinn er enn óafgreiddur. Hann hefur framkallað tilfinningahlaðna umræðu. Margir sjá þar úldinn fisk undir steini. Það skilur eftir sig tortryggni og ráðvilltan efa. Mikilvægt er því að átta sig á staðreyndum og greina þær frá tilgátum. Við verðum að gera þá kröfu gagnvart okkur sjálfum að treysta frekar staðreyndum en fullyrðingum eða illa rökstuddum getgátum. Það skuldum við Upplýsingunni sem færði okkur Vesturlandabúum mannréttindi, lýðræði og velferð. Orkupakkinn er afleiðing EES-samningsins og orðinn hluti hans skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar; sem sagt með okkar samþykki. Í EES-samningnum er enga undanþágu að finna við því, að orka sé markaðsvara, sem fella má undir regluverk innri markaðsins, hvort heldur hún sé hrein (vatn, vindur, sól) eða unnin úr jarðefnum (kol, olía, gas).Þriðji orkupakkinn Tilgangurinn með þriðja orkupakkanum er að styrkja samkeppni með raforku og gas innan EES og gera markaðinn gagnsærri. Eitt ákvæði lýtur að því að stofna Orkustofnun Evrópu. Í tilskipuninni er ekki að finna neina vísbendingu þess efnis að ACER hafi nokkurt boðvald yfir íslenskum orkumarkaði. Hlutverk hennar er að fella úrskurð í þeim tilfellum sem orkustofnanir innan EES hafa ekki náð samkomulagi um einstök mál. Einnig kveður pakkinn á um að aðskilja skuli enn frekar milli flutningsaðila (Landsnet hf.) og orkuframleiðanda (Landsvirkjunar). Við fengum undanþágu frá þessu. Þá gæti þurft að gera Orkustofnun sjálfstæðari en hún er. Hvað gerist með orkuverð hérlendis ef svo ólíklega vill til að íslenskur orkumarkaður tengist innri orkumarkaði ESB, þá mun þurfa að semja um það þegar þar að kemur. Orkupakkinn breytir í engu fullum yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni, um leið og við einir ráðum því á hverjum tíma, hvort orkustrengur verður yfirleitt lagður. Við höfum öll ráð í hendi okkar.Þjóðarógn? Það er því óskiljanlegt hvernig hægt er að gera þjóðarógn úr orkupakkanum. Komið hefur fram sú fullyrðing að allt sé í lagi að hafna honum. Ekkert muni gerast. Það er nú svo. Þá myndu tveir fyrri orkupakkar að öllum líkindum falla úr gildi, því þeir mynda eina heild. Það myndi valda okkur miklu andstreymi innan ESB og EES, kannski endalokum þess samnings. Synjun er guðsgjöf þeim sem leggja vilja flest í sölurnar til að gera bæði EES og ESB sem tortryggilegast, jafnvel slíta á tengslin. Styrmir Gunnarsson sagði á fundi að orkupakkinn ógnaði einingu Sjálfstæðisflokksins. Því yrði að koma í veg fyrir hann. Ritstjórinn fyrrverandi er sjálfum sér samkvæmur. Fyrst koma hagsmunir Flokksins, hagsmunir þjóðarinnar sitja aftar á merinni. Þannig hugarfar styðst ekki við staðreyndir undirritaðra skjala, heldur pólitískan hugarburð. Áróður. Af samtölum við andófsmenn má helst ráða, að þeir líti á þennan pakka sem eins konar forsendingu ESB: Trójuhestinn, tálbeituna óttalegu.Orkupakkinn er orðinn hluti af EES Með því að tefla EES-samningnum í tvísýnu þá erum við sem þjóð að spila rússneska rúllettu um framtíð okkar. Ógnir við fullveldi felast ekki í orkupakka. Það er heldur billegur hræðsluáróður. Fullveldi þjóða er merkilegra fyrirbæri en svo. EES-samningurinn er mikilvægasti og jafnframt arðbærasti alþjóðasamningur okkar. Hann er einhver mesta réttarbót sem við höfum fengið. Þeir sem unnu að gerð EES-samningsins gerðu sér fulla grein fyrir því, að án samstöðu hinna EFTA-þjóðanna hefðum við aldrei náð svo hagkvæmum samningi. Við erum ekki sterk sem tvíhliða samningsaðili gagnvart samtökum þjóða eða stórþjóðum. Þá mátti þeim sem að þessum flókna en jafnframt ítarlega samningi komu, og kynntu sér innihald hans, ljóst vera að hann gæti falið í sér valdaframsal. Þetta vildu margir okkar hins vegar ekki vita, vegna mikilvægis samningsins fyrir framtíð þjóðarinnar. Þrátt fyrir hugsanlegt valdaframsal þá styrkir samningurinn fullveldi þjóðarinnar, því hann ásamt aðildinni að NATO, neglir öryggi þjóðarinnar fast við nágranna okkar beggja vegna Atlantshafs. EES er brothættur samningur. Það þarf ekki miklar breytingar að gera þar á til að hann ónýtist. Hann er jú fullgilt vegabréf að innri markaði ESB, með tilgreindum undantekningum. Við höfum þó engin áhrif á ákvarðanir ESB, sem snert geta innihald samningsins, því hann er lifandi og í stöðugri þróun. Það er vissulega nokkuð niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki. Þriðji orkupakkinn er Norðmönnum hins vegar afar mikilvægur. Þeir hljóta að hugsa sinn gang ef við neitum að fella hann inn í íslensk lög. Viðbrögð þeirra geta orðið okkur skeinuhætt. Norðmenn greiða t.d. háar upphæðir fyrir okkur inn í Þróunarsjóð ESB, reglubundin greiðsla sem er eins konar auðlindagjald fyrir hindrunarlausan aðgang að innri markaði ESB. Framtíð EES gæti líka verið í hendi þeirra. Að vera – með, þar liggur auðna okkar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar