Eftirsóttasta sveitarfélagið? Kjartan Már Kjartansson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar