Ásdís Hjálms í „spjótkasti“ með kúluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 14:30 Ásdís Hjálmsdóttir. Getty/Ian Walton Ásdís Hjálmsdóttir er fremsti kastari landsins og reglulegur fulltrúi Íslands á stórmótum frá árinu 2016. Ásdís hefur verið í fremstu röð í spjótkasti í heiminum í meira en áratug og hún gefur ekkert eftir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Ásdís Hjálmsdóttir hefur átt Íslandsmetið í spjótkasti í að verða fjórtán ár eða síðan hún bætti það fyrst í maí 2005 þegar hún var aðeins tvítug. Ásdís hefur einnig verið að ógna Íslandsmetinu í kúluvarpi og var aðeins 25 sentímetrum frá því að jafna það sumarið 2016. Ásdís bætti aftur á móti innanhússmetið í kúlunni fyrir tveimur árum. Það er því athyglisvert að sjá að hvernig hún blandar þessum tveimur greinum saman á æfingum sínum. Ásdís leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með undirbúningi sínum fyrir tímabilið og þá oft sérstökum æfingum. Þar á meðal er nýjasta myndbandið sem er af frekar óvenjulegri æfingu. Ásdís sést þar nefnilega í „spjótkasti“ með kúluna eins og sjá má hér fyrir neðan. Ásdís Hjálmsdóttir er að koma til baka eftir bakmeiðsli en hún æfði og keppti á síðasta ári með brot í bakinu. Það fannst loksins hvað var að eftir tímabilið og hefur okkar kona verið að vinna sig til baka síðan þá. Ásdís rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín síðasta sumar þrátt fyrir meiðslin en tólf efstu komust í úrslit og hún endaði þrettánda. Ef marka má þessa æfingu hér fyrir ofan þá gengur endurkoman vel og því verður fróðlegt að sjá hversu langt spjótið fer hjá Ásdís á árinu 2019. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís og Guðni valin best Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina. 26. nóvember 2018 08:15 Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggjarliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. 9. október 2018 07:00 Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands. 26. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir er fremsti kastari landsins og reglulegur fulltrúi Íslands á stórmótum frá árinu 2016. Ásdís hefur verið í fremstu röð í spjótkasti í heiminum í meira en áratug og hún gefur ekkert eftir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Ásdís Hjálmsdóttir hefur átt Íslandsmetið í spjótkasti í að verða fjórtán ár eða síðan hún bætti það fyrst í maí 2005 þegar hún var aðeins tvítug. Ásdís hefur einnig verið að ógna Íslandsmetinu í kúluvarpi og var aðeins 25 sentímetrum frá því að jafna það sumarið 2016. Ásdís bætti aftur á móti innanhússmetið í kúlunni fyrir tveimur árum. Það er því athyglisvert að sjá að hvernig hún blandar þessum tveimur greinum saman á æfingum sínum. Ásdís leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með undirbúningi sínum fyrir tímabilið og þá oft sérstökum æfingum. Þar á meðal er nýjasta myndbandið sem er af frekar óvenjulegri æfingu. Ásdís sést þar nefnilega í „spjótkasti“ með kúluna eins og sjá má hér fyrir neðan. Ásdís Hjálmsdóttir er að koma til baka eftir bakmeiðsli en hún æfði og keppti á síðasta ári með brot í bakinu. Það fannst loksins hvað var að eftir tímabilið og hefur okkar kona verið að vinna sig til baka síðan þá. Ásdís rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín síðasta sumar þrátt fyrir meiðslin en tólf efstu komust í úrslit og hún endaði þrettánda. Ef marka má þessa æfingu hér fyrir ofan þá gengur endurkoman vel og því verður fróðlegt að sjá hversu langt spjótið fer hjá Ásdís á árinu 2019.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís og Guðni valin best Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina. 26. nóvember 2018 08:15 Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggjarliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. 9. október 2018 07:00 Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands. 26. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira
Ásdís og Guðni valin best Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina. 26. nóvember 2018 08:15
Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggjarliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. 9. október 2018 07:00
Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands. 26. nóvember 2018 23:00