Ný afstaða til veganisma Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 29. janúar 2019 08:15 Grænkerum (vegan fólki) fer sífjölgandi í heiminum og þar eru Íslendingar sannarlega ekki að draga lappirnar. Heyrst hefur að hér á landi sé heldur hátt hlutfall grænkera, samanborið við önnur lönd. Verslanir bjóða sífellt upp á meira magn af allskyns grænkerafæði og eftirspurnin leynir sér ekki. Hvers vegna vegan? Fólk gerist vegan af ýmsum ástæðum en þar má til dæmis nefna siðferðilegar, heilsufarslegar og umhverfislegar ástæður. Aðgengi að fjölbreyttu fæðuúrvali gerir það tiltölulega auðvelt að verða grænkeri og í dag er það mun raunhæfari kostur en áður fyrr. Fortíðin Við vitum öll að án dýranna hefðum við Íslendingar líklega aldrei lifað af. Mjólkin, kjötið og aðrar dýraafurðir voru okkur lífsnauðsynleg næring sem ekki var auðveldlega hægt að sneiða framhjá, en í dag er öldin önnur. Matvörubúðir eru fullar af hollum og góðum mat sem ekki kemur úr dýraríkinu. Raunar óhollum mat líka, ef því ber að skipta. Framtíðin Við vitum það líka í dag að mjólkin er ekki alveg jafn holl og við töldum hér áður fyrr, auk þess er auðvelt að finna henni umhverfisvænni staðgengil. Margt hefur breyst í landbúnaði og dýr eru fyrst og fremst alin upp til manneldis á sem hagkvæmasta máta. Það sem er hagkvæmast fyrir okkur er þó ekki endilega farsælast fyrir dýrin. Á Íslandi komumst við til dæmis að því nýverið að legusár fundust á svínum í ansi mörgum svínabúum landsins. Auk þess kolféll ímynd okkar um hamingjusömu hænuna þegar Kastljós tók Brúneggjaumræðuna fyrir á svo eftirminnilegan hátt. Aðgengi upplýsinga um kjöt- og mjólkuriðnaðinn hefur stóraukist. Ef fólk er tilbúið til þess að horfast í augu við hann, þá hefur það greiðan aðgang að þeim upplýsingum á netinu. Því miður eru sláturhúsin þó ekki fús við að leyfa fólki að taka upp það sem þar fer fram. Eitt sinn heyrði ég að „ef að sláturhús væru gerð úr glerveggjum værum við öll vegan“. Kannski er eitthvað til í því? Samfélagið okkar á Íslandi endurspeglar alltaf að einhverju leyti gamlan veruleika. Breytingar taka tíma. Við þurfum stundum að staldra aðeins við, þora að efast um það sem okkur þykir almennt svo sjálfsagt og fylgja eigin sannfæringu. En þá er það stóra spurningin, hvernig ætlum við að takast á við þessar breyttu samfélagsvenjur? Hvenær gefst gott tækifæri til endurskoðunar á lagaumgjörðinni og viðhorfum fólks í kringum neyslu dýra- og dýraafurða? Hvað nú? Á viðburðinum Mataræði og mannréttindi verður leitast eftir því að svara spurningunni „Ættu ríki og sveitarfélög að stuðla að neyslu almennings á grænkerafæði?“ Því og fleiru verður svarað af fólki úr ábyrgðarstöðum ríkis og sveitarfélaga. Í pallborði verða þær Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingiskona, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis, og Hildur Harðardóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði loftslagsmála og græns samfélags. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við Veganúar og er í boði Samtaka Grænkera á Íslandi. Hann er haldinn í kvöld að Túngötu 14 klukkan 20:00, allir eru velkomnir.Höfundur er félagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Brúneggjamálið Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Grænkerum (vegan fólki) fer sífjölgandi í heiminum og þar eru Íslendingar sannarlega ekki að draga lappirnar. Heyrst hefur að hér á landi sé heldur hátt hlutfall grænkera, samanborið við önnur lönd. Verslanir bjóða sífellt upp á meira magn af allskyns grænkerafæði og eftirspurnin leynir sér ekki. Hvers vegna vegan? Fólk gerist vegan af ýmsum ástæðum en þar má til dæmis nefna siðferðilegar, heilsufarslegar og umhverfislegar ástæður. Aðgengi að fjölbreyttu fæðuúrvali gerir það tiltölulega auðvelt að verða grænkeri og í dag er það mun raunhæfari kostur en áður fyrr. Fortíðin Við vitum öll að án dýranna hefðum við Íslendingar líklega aldrei lifað af. Mjólkin, kjötið og aðrar dýraafurðir voru okkur lífsnauðsynleg næring sem ekki var auðveldlega hægt að sneiða framhjá, en í dag er öldin önnur. Matvörubúðir eru fullar af hollum og góðum mat sem ekki kemur úr dýraríkinu. Raunar óhollum mat líka, ef því ber að skipta. Framtíðin Við vitum það líka í dag að mjólkin er ekki alveg jafn holl og við töldum hér áður fyrr, auk þess er auðvelt að finna henni umhverfisvænni staðgengil. Margt hefur breyst í landbúnaði og dýr eru fyrst og fremst alin upp til manneldis á sem hagkvæmasta máta. Það sem er hagkvæmast fyrir okkur er þó ekki endilega farsælast fyrir dýrin. Á Íslandi komumst við til dæmis að því nýverið að legusár fundust á svínum í ansi mörgum svínabúum landsins. Auk þess kolféll ímynd okkar um hamingjusömu hænuna þegar Kastljós tók Brúneggjaumræðuna fyrir á svo eftirminnilegan hátt. Aðgengi upplýsinga um kjöt- og mjólkuriðnaðinn hefur stóraukist. Ef fólk er tilbúið til þess að horfast í augu við hann, þá hefur það greiðan aðgang að þeim upplýsingum á netinu. Því miður eru sláturhúsin þó ekki fús við að leyfa fólki að taka upp það sem þar fer fram. Eitt sinn heyrði ég að „ef að sláturhús væru gerð úr glerveggjum værum við öll vegan“. Kannski er eitthvað til í því? Samfélagið okkar á Íslandi endurspeglar alltaf að einhverju leyti gamlan veruleika. Breytingar taka tíma. Við þurfum stundum að staldra aðeins við, þora að efast um það sem okkur þykir almennt svo sjálfsagt og fylgja eigin sannfæringu. En þá er það stóra spurningin, hvernig ætlum við að takast á við þessar breyttu samfélagsvenjur? Hvenær gefst gott tækifæri til endurskoðunar á lagaumgjörðinni og viðhorfum fólks í kringum neyslu dýra- og dýraafurða? Hvað nú? Á viðburðinum Mataræði og mannréttindi verður leitast eftir því að svara spurningunni „Ættu ríki og sveitarfélög að stuðla að neyslu almennings á grænkerafæði?“ Því og fleiru verður svarað af fólki úr ábyrgðarstöðum ríkis og sveitarfélaga. Í pallborði verða þær Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingiskona, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis, og Hildur Harðardóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði loftslagsmála og græns samfélags. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við Veganúar og er í boði Samtaka Grænkera á Íslandi. Hann er haldinn í kvöld að Túngötu 14 klukkan 20:00, allir eru velkomnir.Höfundur er félagsfræðingur.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar