Starfskostnaður presta árlega kringum 120 milljónir króna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. janúar 2019 08:00 Prestar fá allt að auka mánuð greiddan gegnum fastan rekstrarkostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á árunum 2013-17 greiddi Þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Langstærstan hluta þeirrar upphæðar, 317 milljónir króna rúmar, má rekja til bifreiðastyrks. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfskostnað presta. Í svari við fyrirspurninni þakkar Guðmundur sýndan áhuga á starfsemi Þjóðkirkjunnar og segist „hlakka til að sjá málefnalega umfjöllun blaðsins“ um efni fyrirspurnarinnar. Greiðslur rekstrarkostnaðar til presta eiga sér stoð í lögum um embættiskostnað og aukaverk þeirra frá 1936. Þar segir að þjónandi prestar og prófastar skuli fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá Biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur. Þær reglur voru settar árið 1999 en upphæðum reglugerðarinnar hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan þá. Við eina slíka breytingu var sagt að reglurnar sæktu lagastoð í hjúskaparlög. Í starfsreglunum er kveðið á um að skrifstofukostnaður prestsembætta sé á bilinu 252-294 þúsund krónur árlega en greiðslurnar eru misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greiðast að auki 154 þúsund krónur árlega í síma-, póst- og fatakostnað.Sjá einnig: Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Samkvæmt reglunum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Sú upphæð fer eftir landfræðilegri staðsetningu og víðfeðmi sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sérþjónustu- og héraðsprestar til að mynda 250 þúsund krónur á ári í aksturskostnað og sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þúsund. Prestar erlendis fá síðan 600 þúsund krónur og prestar í víðfeðmum prestaköllum fá 850 þúsund. Talningin er fjarri því að vera tæmandi. Presti er heimilt að sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá þess í stað akstur greiddan samkvæmt akstursdagbók. Þær greiðslur geta aldrei orðið hærri en hámarksgreiðslur þær sem fyrr var getið. Í svari Guðmundar Þórs segir enn fremur að honum sé ekki kunnugt um að nokkur prestur hafi afþakkað þær greiðslur sem á undan er getið. Þá er í gildi gjaldskrá fyrir aukaverk presta á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Þar greiðast til að mynda rúmar 19 þúsund krónur fyrir fermingu og tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðsþjónustu. Samkvæmt gjaldskrá þeirri geta prestar innheimt ferðakostnað samkvæmt almennu akstursgjaldi ríkisstarfsmanna vegna aksturs í tengslum við skírn eða hjónavígslu. Þak er sett á þann fjölda kílómetra sem unnt er að fá endurgreiddan. Akstursgjald ríkisstarfsmanna er sem stendur 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Þetta bætist við laun presta og prófasta sem ákveðin voru af kjararáði. Þau eru á bilinu 768 þúsund til rúmrar milljónar eftir fjölda sóknarbarna og hvort um prest eða prófast er að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Á árunum 2013-17 greiddi Þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Langstærstan hluta þeirrar upphæðar, 317 milljónir króna rúmar, má rekja til bifreiðastyrks. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfskostnað presta. Í svari við fyrirspurninni þakkar Guðmundur sýndan áhuga á starfsemi Þjóðkirkjunnar og segist „hlakka til að sjá málefnalega umfjöllun blaðsins“ um efni fyrirspurnarinnar. Greiðslur rekstrarkostnaðar til presta eiga sér stoð í lögum um embættiskostnað og aukaverk þeirra frá 1936. Þar segir að þjónandi prestar og prófastar skuli fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá Biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur. Þær reglur voru settar árið 1999 en upphæðum reglugerðarinnar hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan þá. Við eina slíka breytingu var sagt að reglurnar sæktu lagastoð í hjúskaparlög. Í starfsreglunum er kveðið á um að skrifstofukostnaður prestsembætta sé á bilinu 252-294 þúsund krónur árlega en greiðslurnar eru misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greiðast að auki 154 þúsund krónur árlega í síma-, póst- og fatakostnað.Sjá einnig: Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Samkvæmt reglunum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Sú upphæð fer eftir landfræðilegri staðsetningu og víðfeðmi sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sérþjónustu- og héraðsprestar til að mynda 250 þúsund krónur á ári í aksturskostnað og sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þúsund. Prestar erlendis fá síðan 600 þúsund krónur og prestar í víðfeðmum prestaköllum fá 850 þúsund. Talningin er fjarri því að vera tæmandi. Presti er heimilt að sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá þess í stað akstur greiddan samkvæmt akstursdagbók. Þær greiðslur geta aldrei orðið hærri en hámarksgreiðslur þær sem fyrr var getið. Í svari Guðmundar Þórs segir enn fremur að honum sé ekki kunnugt um að nokkur prestur hafi afþakkað þær greiðslur sem á undan er getið. Þá er í gildi gjaldskrá fyrir aukaverk presta á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Þar greiðast til að mynda rúmar 19 þúsund krónur fyrir fermingu og tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðsþjónustu. Samkvæmt gjaldskrá þeirri geta prestar innheimt ferðakostnað samkvæmt almennu akstursgjaldi ríkisstarfsmanna vegna aksturs í tengslum við skírn eða hjónavígslu. Þak er sett á þann fjölda kílómetra sem unnt er að fá endurgreiddan. Akstursgjald ríkisstarfsmanna er sem stendur 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Þetta bætist við laun presta og prófasta sem ákveðin voru af kjararáði. Þau eru á bilinu 768 þúsund til rúmrar milljónar eftir fjölda sóknarbarna og hvort um prest eða prófast er að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37