Ólögmætar framkvæmdir á Landsímareit – Skyndifriðun skýrð 24. janúar 2019 07:45 Áttunda dag janúar sl. var frá því sagt að mennta-og menningarmálaráðherra hefði staðfest tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Fógetagarðsins í Reykjavík; þennan garð hafa borgaryfirvöld nefnt Víkurgarð í seinni tíð. Friðlýsingin er þungvægari en svonefnd aldursfriðun og þótti ekki vanþörf á að grípa til hennar. Sama dag ákvað Minjastofnun „að skyndifriða þann hluta Víkurkirkjugarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns á Landssímareit í Reykjavík“. Þetta er austurhluti Víkurkirkjugarðs og samanlagt eru hann og Fógetagarðurinn hinn gamli kirkjugarður Reykvíkinga, eins og hann var 1838. Minjastofnun mun stefna að því að leggja til friðlýsingu austurhlutans á byggingarreit framkvæmdaðilans, Lindarvatns, enda segir í yfirlýsingu frá stofnuninni um þessa skyndifriðun: „Ákvörðun þessi felur í sér að lagt er til að friðlýsingarsvæðið verði stækkað.“ Við teljum þetta sjálfsagt, að skilja ekki austurhlutann út undan í friðlýsingu og munum gera nánari grein fyrir þeirri skoðun hér.Sagan Nýr kirkjugarður á Melunum var tekinn í notkun 1838 en gamli Víkurkirkjugarður var þó ekki lagður niður formlega og áfram mun hafa verið jarðsett þar, síðast með vissu 1883. Kirkja stóð í garðinum til loka 18. aldar og var seinast dómkirkja. Hún stóð þar sem núna er stytta Skúla fógeta. Vestan við hana, handan við núverandi Aðalstræti, stóð höfuðbýlið í Reykjavík að fornu.Minningarreitur og hvíldargarður borgara og gesta. Tillaga N.Grabensteiners, austurrísks arkitekts, frá 2012. Hann sér fyrir sér opinn almenningsgarð við Kirkjustræti og tengsl svæða, frá Ingólfstorgi um Víkurkirkjugarð og út að Austurvelli. Árið 1883 var Schierbeck landlækni fenginn vesturhluti hins gamla kirkjugarðs til afnota með ströngum skilmálum, garðurinn skyldi vera umgirtur og aðeins vera aldingarður, þ.e. skrúðgarður, en ekki mætti rækta þar kál, hvað þá byggja. Þetta er upphaf Fógetagarðsins. En sama ár var austurhluta garðsins ráðstafað líka. Á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis, alveg úti við Austurvöll, stóð hús lyfsala. Þeir voru jafnan danskir og áttu húsið hver eftir annan. Árið 1883 hét lyfsalinn Krüger og fékk austurhluta Víkurkirkjugarðs til varðveislu með svipuðum skilmálum, mátti aðeins nota hann til ræktunar. Þetta var 300 til 350 fm spilda, eftir sólarmerkjum að dæma, og er það reiturinn sem var skyndifriðaður á dögunum. Lyfsalarnir höfðu þarna umgirtan skrúðgarð. Í þessum austurhluta voru merktir legstaðir, eins og í Fógetagarði. Stundum er sagt að með þessari ráðstöfun og skiptingu 1883 hafi gamli kirkjugarðurinn verið „afhelgaður“ en ekkert kemur fram um það. Kirkjubyggingar eru stundum afhelgaðar en fróðustu menn vita ekki til að kirkjugarðar séu nokkurn tíma afhelgaðir. En með því að fá mönnum hinn gamla kirkjugarð til ræktunar mun hafa þótt vel fyrir séð um varðveislu hans.Lög Í 33. gr. í lögum um kirkjugarða (36/1993) segir: „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts (prófasta). Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki. Þó getur [ráðuneytið] veitt undanþágu frá þessu, að fengnu samþykki [kirkjugarðaráðs]“. Sambærilegt ákvæði var fyrst sett í íslensk lög 1901 en styðst við langa hefð, gamlir kirkjugarðar voru jafnan varðveittir og lögð áhersla á að þeir væru girtir svo að skepnur væru þar ekki á beit. Því er stundum haldið fram að ekki þurfi að virða grafarró lengur en í 75 ár. Í 29. gr. sömu laga (36/1993) segir: „Allar grafir skulu friðaðar í 75 ár. Að þeim tíma liðnum er kirkjugarðsstjórn heimilt að grafa þar að nýju eða framlengja friðun ef þess er óskað.“ Þetta merkir að jarðsetja megi að nýju í grafarstæði eftir 75 ár. Það merkir ekki að frjálst sé að umturna kirkjugörðum að loknum 75 árum frá síðustu jarðsetningu. Ofannefnd 33. gr. er ótvíræð um þetta. Bygging í austurhluta Víkurkirkjugarðs er þar með ólögleg nema undanþága sé veitt en um hana hefur ekki verið sótt.Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Friðrik Ólafsson fv. skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Þorláksson fv. prófessor, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Marinó Þorsteinsson formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kirkjugarðar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Áttunda dag janúar sl. var frá því sagt að mennta-og menningarmálaráðherra hefði staðfest tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Fógetagarðsins í Reykjavík; þennan garð hafa borgaryfirvöld nefnt Víkurgarð í seinni tíð. Friðlýsingin er þungvægari en svonefnd aldursfriðun og þótti ekki vanþörf á að grípa til hennar. Sama dag ákvað Minjastofnun „að skyndifriða þann hluta Víkurkirkjugarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns á Landssímareit í Reykjavík“. Þetta er austurhluti Víkurkirkjugarðs og samanlagt eru hann og Fógetagarðurinn hinn gamli kirkjugarður Reykvíkinga, eins og hann var 1838. Minjastofnun mun stefna að því að leggja til friðlýsingu austurhlutans á byggingarreit framkvæmdaðilans, Lindarvatns, enda segir í yfirlýsingu frá stofnuninni um þessa skyndifriðun: „Ákvörðun þessi felur í sér að lagt er til að friðlýsingarsvæðið verði stækkað.“ Við teljum þetta sjálfsagt, að skilja ekki austurhlutann út undan í friðlýsingu og munum gera nánari grein fyrir þeirri skoðun hér.Sagan Nýr kirkjugarður á Melunum var tekinn í notkun 1838 en gamli Víkurkirkjugarður var þó ekki lagður niður formlega og áfram mun hafa verið jarðsett þar, síðast með vissu 1883. Kirkja stóð í garðinum til loka 18. aldar og var seinast dómkirkja. Hún stóð þar sem núna er stytta Skúla fógeta. Vestan við hana, handan við núverandi Aðalstræti, stóð höfuðbýlið í Reykjavík að fornu.Minningarreitur og hvíldargarður borgara og gesta. Tillaga N.Grabensteiners, austurrísks arkitekts, frá 2012. Hann sér fyrir sér opinn almenningsgarð við Kirkjustræti og tengsl svæða, frá Ingólfstorgi um Víkurkirkjugarð og út að Austurvelli. Árið 1883 var Schierbeck landlækni fenginn vesturhluti hins gamla kirkjugarðs til afnota með ströngum skilmálum, garðurinn skyldi vera umgirtur og aðeins vera aldingarður, þ.e. skrúðgarður, en ekki mætti rækta þar kál, hvað þá byggja. Þetta er upphaf Fógetagarðsins. En sama ár var austurhluta garðsins ráðstafað líka. Á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis, alveg úti við Austurvöll, stóð hús lyfsala. Þeir voru jafnan danskir og áttu húsið hver eftir annan. Árið 1883 hét lyfsalinn Krüger og fékk austurhluta Víkurkirkjugarðs til varðveislu með svipuðum skilmálum, mátti aðeins nota hann til ræktunar. Þetta var 300 til 350 fm spilda, eftir sólarmerkjum að dæma, og er það reiturinn sem var skyndifriðaður á dögunum. Lyfsalarnir höfðu þarna umgirtan skrúðgarð. Í þessum austurhluta voru merktir legstaðir, eins og í Fógetagarði. Stundum er sagt að með þessari ráðstöfun og skiptingu 1883 hafi gamli kirkjugarðurinn verið „afhelgaður“ en ekkert kemur fram um það. Kirkjubyggingar eru stundum afhelgaðar en fróðustu menn vita ekki til að kirkjugarðar séu nokkurn tíma afhelgaðir. En með því að fá mönnum hinn gamla kirkjugarð til ræktunar mun hafa þótt vel fyrir séð um varðveislu hans.Lög Í 33. gr. í lögum um kirkjugarða (36/1993) segir: „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts (prófasta). Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki. Þó getur [ráðuneytið] veitt undanþágu frá þessu, að fengnu samþykki [kirkjugarðaráðs]“. Sambærilegt ákvæði var fyrst sett í íslensk lög 1901 en styðst við langa hefð, gamlir kirkjugarðar voru jafnan varðveittir og lögð áhersla á að þeir væru girtir svo að skepnur væru þar ekki á beit. Því er stundum haldið fram að ekki þurfi að virða grafarró lengur en í 75 ár. Í 29. gr. sömu laga (36/1993) segir: „Allar grafir skulu friðaðar í 75 ár. Að þeim tíma liðnum er kirkjugarðsstjórn heimilt að grafa þar að nýju eða framlengja friðun ef þess er óskað.“ Þetta merkir að jarðsetja megi að nýju í grafarstæði eftir 75 ár. Það merkir ekki að frjálst sé að umturna kirkjugörðum að loknum 75 árum frá síðustu jarðsetningu. Ofannefnd 33. gr. er ótvíræð um þetta. Bygging í austurhluta Víkurkirkjugarðs er þar með ólögleg nema undanþága sé veitt en um hana hefur ekki verið sótt.Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Friðrik Ólafsson fv. skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Þorláksson fv. prófessor, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Marinó Þorsteinsson formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun