Nektarmálverk og brjóstabylting Nanna Hermannsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:55 Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum. Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu.Ég vil því vekja athygli á eftirfarandi: Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn.#FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt. Verkefnið Demoncrazy (sem Goddur vísar í), gengur jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum. Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona. List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun. Hvort er mikilvægara: réttur fólks til þess að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína?Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum. Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu.Ég vil því vekja athygli á eftirfarandi: Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn.#FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt. Verkefnið Demoncrazy (sem Goddur vísar í), gengur jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum. Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona. List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun. Hvort er mikilvægara: réttur fólks til þess að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína?Höfundur er nemi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar