Varað við hríðarveðri á Suðurlandi: Stormur og lítið skyggni í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 10:30 Það skellur á stormur og éljagangur á Suðurlandi núna upp úr klukkan 11 með tilheyrandi skafrenningi og slæmu skyggni á þjóðvegum. vísir/vilhelm Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar.
Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43