Varað við hríðarveðri á Suðurlandi: Stormur og lítið skyggni í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 10:30 Það skellur á stormur og éljagangur á Suðurlandi núna upp úr klukkan 11 með tilheyrandi skafrenningi og slæmu skyggni á þjóðvegum. vísir/vilhelm Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar.
Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Sjá meira
Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43