Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Borgin getur krafið Kolfinnu Von um endurgreiðslu á útgreiddum styrk til RFF þar sem ekki var staðið við skilmála veitingarinnar. Vísir/vilhelm Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36