Sannarlega gráupplagt Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 „Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun