Færð geti spillst í hvassviðrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:54 Ökumenn hafa víða lent í vanda síðastliðinn sólarhring, til að mynda á Þverárfjalli. Skjáskot Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira