Opna átta brauta keiluhöll í gamla Nýló-salnum á Kex-hostel Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:30 Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar í Egilshöll. Vísir/Eyþór Eigendur Keiluhallarinnar í Egilshöll hyggja á opnun nýs keilusalar í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex-hostels í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar, í samtali við Vísi. „Þetta hefur verið svona frekar illa varðveitt leyndarmál en það er alveg sjálfsagt að staðfesta að þetta standi til. Í grunninn er það þannig að það stendur til að opna átta brauta keilusal á Kex-hostel,“ segir Jóhannes.Þjóna keiluunnendum í nágrenni miðbæjarins Um er að ræða rými sem kennt er við gamla Nýlistasafnið, gamla Nýló-salinn svokallaða, sem er á neðstu hæð Kex-hostels að Skúlagötu 28. Jóhannes segir salinn stóran og mikinn geym og því tilvalinn undir keilusal, sem þurfi mikið rými. Þá sjá eigendur Keiluhallarinnar og Kex-hostels fyrir sér að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni, sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðaleg til að komast í keilu í Reykjavík. „Það er verið að byggja við sjálft Kex-hostelið þannig að það er verið að taka þetta allt heilmikið í gegn. Hugmyndin er að búa til minni útgáfu af starfseminni sem við erum með í Egilshöll. Hingað til hefur verið langt að fara í keilu fyrir þá sem eru á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum en við ímyndum okkur að geta þjónað þessum bæjarhluta.“Til stendur að opna hina nýju keiluhöll á neðstu hæð Kex-hostels við Skúlagötu 28.Vísir/vilhelmHorfa til næsta árs Aðspurður segir Jóhannes ekki tímabært að negla niður dagsetningu á opnun hinnar nýju keiluhallar. „Það veltur á því hvernig framkvæmdirnar ganga en eins og staðan er núna er bara risastór hola við hliðina á Kex þannig að ég held það væri óskynsamlegt að fara að kasta fram einhverjum dagsetningum. Í draumaheimi opnum við á þessu ári en það gerist örugglega ekki fyrr en 2020.“ Með opnun nýja keilusalarins verða keilubrautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu en salurinn í Egilshöll státar af tuttugu og tveimur brautum. Sú keiluhöll er jafnframt sú eina á höfuðborgarsvæðinu eftir að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð var lokað árið 2015. Þá var keiluhöll til húsa í Mjódd frá árinu 1987 en henni var lokað árið 2006. Einnig voru opnaðir keilusalir á Akranesi og á Akureyri en þeim síðarnefnda var lokað með miklum trega árið 2017. Reykjavík Tengdar fréttir Keiluhöllin græddi 58 milljónir króna Keiluhöllin í Egilshöll var rekin með 58 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoman var jákvæð um 1,2 milljónir árið 2015 og því um 57 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. 3. maí 2017 11:30 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ "Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar. 27. júní 2017 19:40 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Eigendur Keiluhallarinnar í Egilshöll hyggja á opnun nýs keilusalar í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex-hostels í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar, í samtali við Vísi. „Þetta hefur verið svona frekar illa varðveitt leyndarmál en það er alveg sjálfsagt að staðfesta að þetta standi til. Í grunninn er það þannig að það stendur til að opna átta brauta keilusal á Kex-hostel,“ segir Jóhannes.Þjóna keiluunnendum í nágrenni miðbæjarins Um er að ræða rými sem kennt er við gamla Nýlistasafnið, gamla Nýló-salinn svokallaða, sem er á neðstu hæð Kex-hostels að Skúlagötu 28. Jóhannes segir salinn stóran og mikinn geym og því tilvalinn undir keilusal, sem þurfi mikið rými. Þá sjá eigendur Keiluhallarinnar og Kex-hostels fyrir sér að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni, sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðaleg til að komast í keilu í Reykjavík. „Það er verið að byggja við sjálft Kex-hostelið þannig að það er verið að taka þetta allt heilmikið í gegn. Hugmyndin er að búa til minni útgáfu af starfseminni sem við erum með í Egilshöll. Hingað til hefur verið langt að fara í keilu fyrir þá sem eru á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum en við ímyndum okkur að geta þjónað þessum bæjarhluta.“Til stendur að opna hina nýju keiluhöll á neðstu hæð Kex-hostels við Skúlagötu 28.Vísir/vilhelmHorfa til næsta árs Aðspurður segir Jóhannes ekki tímabært að negla niður dagsetningu á opnun hinnar nýju keiluhallar. „Það veltur á því hvernig framkvæmdirnar ganga en eins og staðan er núna er bara risastór hola við hliðina á Kex þannig að ég held það væri óskynsamlegt að fara að kasta fram einhverjum dagsetningum. Í draumaheimi opnum við á þessu ári en það gerist örugglega ekki fyrr en 2020.“ Með opnun nýja keilusalarins verða keilubrautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu en salurinn í Egilshöll státar af tuttugu og tveimur brautum. Sú keiluhöll er jafnframt sú eina á höfuðborgarsvæðinu eftir að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð var lokað árið 2015. Þá var keiluhöll til húsa í Mjódd frá árinu 1987 en henni var lokað árið 2006. Einnig voru opnaðir keilusalir á Akranesi og á Akureyri en þeim síðarnefnda var lokað með miklum trega árið 2017.
Reykjavík Tengdar fréttir Keiluhöllin græddi 58 milljónir króna Keiluhöllin í Egilshöll var rekin með 58 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoman var jákvæð um 1,2 milljónir árið 2015 og því um 57 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. 3. maí 2017 11:30 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ "Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar. 27. júní 2017 19:40 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Keiluhöllin græddi 58 milljónir króna Keiluhöllin í Egilshöll var rekin með 58 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoman var jákvæð um 1,2 milljónir árið 2015 og því um 57 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. 3. maí 2017 11:30
Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ "Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar. 27. júní 2017 19:40