Eltið peningana Jón Kaldal skrifar 5. febrúar 2019 10:43 Í umræðum um laxeldi í sjókvíum við Ísland er stundum látið eins og þetta sé ný atvinnugrein hér við land. Í fyrra sagði til dæmis sjávarútvegsráðherra „það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði“ þegar hann var spurður út í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Staðreyndin er hins vegar sú að núverandi laxeldi í sjókvíum er hluti af þriðju bylgju sjókvíaeldis við landið. Fyrri bylgjurnar tvær enduðu með milljarða króna tjóni fyrir sjóði í almannaeigu og lánastofnanir. Sjókvíaeldisfyrirtækin við Ísland eru engin nýsköpunarfyrirtæki. Stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009. Búnaðurinn sem fyrirtækin nota hefur varla breyst í áratugi. Sjókví er enn bara netapoki í sjó. Þessi félög eru að stærstum hluta dótturfélög vellauðugra norskra fiskeldisrisa. Þeir eiga ekki að þurfa sérstaka aðstoð ríkisins, afslátt af lögum um mengunarvarnir né nánast ókeypis afnot af sameiginlegum auðlindum íslensku þjóðarinnar. Þó er öll þessi atriði að finna í þeim frumvarpsdrögum sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram um breytingar á lögum um fiskeldi. Ekki hefur farið fram hjá neinum að eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna berjast hart fyrir sínum málstað. Það er skiljanlegt þegar skoðaðir eru þeir gríðarlega miklu persónulegu hagsmunir sem eru í húfi fyrir þá og þau fyrirtæki sem þeir tengjast. Eitt dæmi sem sýnir þessa stöðu í hnotskurn er Fiskeldi Austfjarða. Síðla árs 2017 var 45,2% hlutur í félaginu seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum er klásúla um að kaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta er dæmi um gríðarlega mögulega hækkun á innan við helmings hlut í einu fyrirtæki. Þegar það er yfirfært á markaðinn í heild margfaldast milljarðarnir. Söluvaran er aðgangur að íslenskri náttúru, sameign þjóðarinnar. Seljendurnir eru fáeinir einstaklingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um laxeldi í sjókvíum við Ísland er stundum látið eins og þetta sé ný atvinnugrein hér við land. Í fyrra sagði til dæmis sjávarútvegsráðherra „það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði“ þegar hann var spurður út í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Staðreyndin er hins vegar sú að núverandi laxeldi í sjókvíum er hluti af þriðju bylgju sjókvíaeldis við landið. Fyrri bylgjurnar tvær enduðu með milljarða króna tjóni fyrir sjóði í almannaeigu og lánastofnanir. Sjókvíaeldisfyrirtækin við Ísland eru engin nýsköpunarfyrirtæki. Stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009. Búnaðurinn sem fyrirtækin nota hefur varla breyst í áratugi. Sjókví er enn bara netapoki í sjó. Þessi félög eru að stærstum hluta dótturfélög vellauðugra norskra fiskeldisrisa. Þeir eiga ekki að þurfa sérstaka aðstoð ríkisins, afslátt af lögum um mengunarvarnir né nánast ókeypis afnot af sameiginlegum auðlindum íslensku þjóðarinnar. Þó er öll þessi atriði að finna í þeim frumvarpsdrögum sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram um breytingar á lögum um fiskeldi. Ekki hefur farið fram hjá neinum að eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna berjast hart fyrir sínum málstað. Það er skiljanlegt þegar skoðaðir eru þeir gríðarlega miklu persónulegu hagsmunir sem eru í húfi fyrir þá og þau fyrirtæki sem þeir tengjast. Eitt dæmi sem sýnir þessa stöðu í hnotskurn er Fiskeldi Austfjarða. Síðla árs 2017 var 45,2% hlutur í félaginu seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum er klásúla um að kaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta er dæmi um gríðarlega mögulega hækkun á innan við helmings hlut í einu fyrirtæki. Þegar það er yfirfært á markaðinn í heild margfaldast milljarðarnir. Söluvaran er aðgangur að íslenskri náttúru, sameign þjóðarinnar. Seljendurnir eru fáeinir einstaklingar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun