Ofsaveður og vegalokanir á Suðurlandi í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:47 Búist er við því að veðrið nái hámarki um klukkan 19. Hér má sjá vindaspá Veðurstofunnar fyrir þann tíma. Skjáskot/veðurstofan Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira