Myndlist mikils metin Hjálmar Sveinsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Styttur og útilistaverk Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég skil vel að borgarbúar hafi orðið undrandi þegar þeir sáu niðurstöðu dómnefndar í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð. Ég var það líka þegar ég sá tillöguna fyrst. Pálmatré í glerturnum á nýja torginu við Elliðaárnar! Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að haldin yrði alþjóðleg samkeppni um útilistaverk í nýrri Vogabyggð. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sá um skipulagningu hennar í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Hún var jafnframt formaður forvalsnefndar í tveggja þrepa samkeppni. Um 160 listamenn höfðu áhuga á að taka þátt, forvalsnefndin valdi átta til að halda áfram. Síðasta sumar var skipuð dómnefnd. Í henni voru auk mín myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Baldur Bragason og Signý Pálsdóttir sem vann lengi á menningarsviði borgarinnar. Dómnefndin leitaði álits hjá sérfræðingum um raunhæfni þess að rækta pálmatré í gróðurhúsi á þessum stað. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Sömuleiðis var spurt um styrkleika glerturnanna. Svörin voru jákvæð. Það var talinn kostur að turnarnir væru sívalir í miklu vindálagi – sem er víst með minnsta móti á þessum skjólsæla stað við Elliðaárósa. Niðurstaða dómnefndar var einróma. Verkið Pálmatré var valið eins og alþjóð veit. Hinn þekkti norsk-þýski listamaður Karin Sander þekkir vel til hér á landi, hefur oft komið hingað.6 milljarðar Í fyrstu þremur áföngum af fimm í Vogahverfi verða byggðar um 1300 íbúðir. Tekjur borgarinnar í gegnum gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld verða um sex milljarðar. Þær verða notaðar til að fjármagna alla innviði þessarar nýju og spennandi byggðar: götur, torg, gróður, lýsingu, skóla og leikskóla – og síðast en ekki síst listaverk sem lóðarhafar greiða jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg. Að baki þessu fyrirkomulagi liggja tímamótasamningar sem borgin gerði 2014, muni ég rétt, við lóðarhafa. Borgin lýsti sig reiðubúna til að fara í deiliskipulagsgerð á þessu gamla léttiðnaðar- og skemmusvæði sem færði lóðarhöfum mjög verðmætar uppbyggingarheimildir, gegn því að lóðarhafar tækju þátt í að fjármagna götur, skóla, stíga, listaverk. Að auki var skrifað undir samninga um að Félagsbústaðir eigi forkaupsrétt á 5% íbúðanna og að 20% þeirra skuli vera leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir eða stúdentaíbúðir. Ég held að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson eigi talsvert mikinn heiður af þessu jafnaðarmannafyrirkomulagi. Miðað var við að kostnaður við listaverk á svæðinu næmi 1% af heildarsummu uppbyggingarinnar. Útkoman úr reikningsdæminu hljóðaði upp á 150 milljónir. Lóðarhafar borga helming. Auðvitað eru þetta miklir peningar. En ég var og er satt að segja frekar stoltur af því að borgin skyldi meta myndlist svo mikils. Árið 2019 er ár listar í opinberu rými hjá Listasafni Reykjavíkur sem mun vekja sérstaka athygli á sögu og hlutverki slíkrar listar, meðal annars með málþingum og sýningum. Ég hlakka til.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun