Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2019 22:30 Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki Getty/Chris Faiga Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, þar á meðal Sebastian Kurz Austurríkiskanslari, hafa sumir hverjir þegar lýst yfir stuðningi við Guaidó.Sir Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Kanada þar sem hann mun hitta aðra evrópska leiðtoga sem og leiðtoga Suður- og Mið-Ameríkuríkja, þar sem rætt verður hvernig best megi styðja við Guaidó.Nicolas Maduro virtist boða til nýrra kosninga á afar óformlegan háttá fjöldafundi í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær. Þar sagði hann að stjórnlagaþingið sem hann sjálfur skipaði myndi ræða það að flýta kosningunum sem næst áttu að fara fram 2020.Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra Frakklands, gaf þó lítið fyrir orð Maduro í gær og sagði þau farsakennd. Ekki væri tekið mark á þeim og að Maduro þyrfti að boða til kosninga á formlegri hátt, annars myndi fresturinn sem Evrópuríkin veittu honum til að boða til nýrra kosninga renna út á miðnætti.Um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa þegar viðurkennt Guaidó sem sitjandi forseta en Rússland og Kína hafa varið Maduro.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, þar á meðal Sebastian Kurz Austurríkiskanslari, hafa sumir hverjir þegar lýst yfir stuðningi við Guaidó.Sir Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Kanada þar sem hann mun hitta aðra evrópska leiðtoga sem og leiðtoga Suður- og Mið-Ameríkuríkja, þar sem rætt verður hvernig best megi styðja við Guaidó.Nicolas Maduro virtist boða til nýrra kosninga á afar óformlegan háttá fjöldafundi í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær. Þar sagði hann að stjórnlagaþingið sem hann sjálfur skipaði myndi ræða það að flýta kosningunum sem næst áttu að fara fram 2020.Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra Frakklands, gaf þó lítið fyrir orð Maduro í gær og sagði þau farsakennd. Ekki væri tekið mark á þeim og að Maduro þyrfti að boða til kosninga á formlegri hátt, annars myndi fresturinn sem Evrópuríkin veittu honum til að boða til nýrra kosninga renna út á miðnætti.Um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa þegar viðurkennt Guaidó sem sitjandi forseta en Rússland og Kína hafa varið Maduro.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela.
Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00
Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30
Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03