Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 13:24 Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira