Gert er ráð fyrir vaxandi austanátt í kvöld á Höfuðborgarsvæðinu, 15 til 25 metrar á sekúndu í nótt og hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Vindhviður á Kjalarnesi gætu farið yfir 35 metra á sekúndu. Einnig slydda eða snjókoma um tíma í efri byggðum.
Á Suðurlandi má búast við hvassri austanátt með snjókomu eða slyddu á Hellisheiði og mögulega einnig í uppsveitum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og mögulega ófærð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að ganga frá lausamunum og fara gætilega þegar veðrið nær hámarki.