Engin þjóð kaupir jafn mikið af lífrænum matvælum og Danir samkvæmt nýrri úttekt Swiss Independent. Úttektin leiðir í ljós að árið 2017 voru 13,3 prósent af matarinnkaupum danskra neytenda lífræn matvæli.
Þannig eru Danir langt á undan neytendum í Svíþjóð og Sviss þar sem hlutfallið nam níu prósentum.
Rannsóknin varpar ljósi á þann gríðarlega áhuga sem er fyrir lífrænum matvælum um þessar mundir. Árið 2017 nam sala á slíkum afurðum 97 milljörðum Bandaríkjadala.
Hnattræn velta með lífræn matvæli hefur tvöfaldast á 10 árum.
Danir æstir í lífræn matvæli
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
