„Græn ný gjöf“ demókrata í loftslagsmálum fær lof og last Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 16:00 Ocasio-Cortez og Markey (t.h.) þegar þau kynntu grænu nýju gjöfina við þinghúsið í Washington í síðustu viku. Vísir/EPA Öll raforka í Bandaríkjunum verður framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vind- og sólarorku innan tíu ára nái svonefnd „græn ný gjöf“ sem hópur demókrata kynnti í síðustu viku fram að ganga. Nokkrir forsetaframbjóðendur flokksins hafa lýst yfir stuðningi við áætlunina en íhaldsmenn og sumir umhverfissinnar hafa gagnrýnt hana. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York og yngsta konan til að taka sæti á Bandaríkjaþingi, og Edward J. Markey, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, kynntu „grænu nýju gjöfina“ [e. Green New Deal] í síðustu viku. Titill áætlunarinnar skírskotar til nýju gjafar Franklin D. Roosevelt, forseta, sem var ætlað að koma Bandaríkjunum út úr kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Hún nýtur stuðnings hluta Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez er í fararbroddi nýrrar og vinstrisinnaðrar kynslóðar þingmanna Demókrataflokksins sem hefur sett loftslagsmál á oddinn. Markey var einn flutningsmanna frumvarps um viðskiptakerfi með losunarheimildir sem beið skipsbrot þegar demókratar réðu báðum deildum þingsins árið 2009. Græna nýja gjöfin setur fram markmið um afkolefnisvæðingu Bandaríkjanna en einnig hugmyndir um innviðauppbyggingu sem á að skapa fjölda starfa. Fyrir utan markmiðið um að öll raforka verði orðin græn fyrir 2030 er lagt til að allar núverandi byggingar í Bandaríkjunum verði látnar mæta kröfum um orkusparneytni og að háhraðalestarkerfi verði stækkað þannig að flugsamgöngur verði í reynd úreltar, að sögn New York Times. „Loftslagsbreytingar og umhverfisáskoranirnar eru stærsta tilvistarlega ógnin við lífshætti okkar. Við verðum að vera eins metnaðargjörn og skapandi í lausnum okkar og mögulegt er,“ sagði Ocasio-Cortez á fimmtudag. Vísað er til nýlegrar alríkisskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif 1,5°C hlýnunar í ályktun sem hefur verið lögð fyrir Bandaríkjaþing. Þar sé meðal annars lýst gríðarlegu efnahagslegu tjóni sem Bandaríkin gætu orðið fyrir með vaxandi loftslagsbreytingum á þessari öld. Áætlunin fjallar þó ekki aðeins um umhverfismál heldur er einnig í henni að finna ýmis konar félagslegar áherslur vinstri vængs Demókrataflokksins, þar á meðal opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og ókeypis háskólamenntun, að því er kemur fram í samantekt The Guardian.Þó að ósennilegt sé að græna nýja gjöfin verði að raunveruleika á næstunni eru tillögurnar þegar sagðar orðnar að mælistiku sem notuð til að meta mögulega forsetaframbjóðendur demókrata eins og Kamölu Harris.Vísir/EPAStuðningur forsetaframbjóðenda, háð repúblikana Nokkrir frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram á næsta ári hafa þegar lýst yfir stuðningi við grænu nýju gjöfina, þar á meðal Kamila Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey. Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem bauð sig fram í forvali demókrata árið 2016, er einn flutningsmanna áætlunarinnar ásamt Gillibrand, og Booker. „Bandaríkin eru öflugasta hagkerfið á jörðinni og við verðum að leiða heimsbyggðina í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við getum gert það með því að samþykkja grænu nýju gjöfina til að bjarga plánetunni og skapa milljónir nýrra starfa,“ tísti Sanders á sunnudag.The U.S. is the most powerful economy on earth and we must lead the world in the fight against climate change. We can do that by passing the Green New Deal to save the planet and create millions of new jobs.— Bernie Sanders (@SenSanders) February 10, 2019 Áætlunin, sem var lögð fram sem ályktanir sem eru ekki bindandi í báðum deildum Bandaríkjaþings, á sér þó ekki viðreisnar von á næstunni. Repúblikanar fara með meirihluta í öldungadeild þingsins en þeir hafa verið algerlega mótfallnir nær öllum loftslagsaðgerðum undanfarin ár. Í Hvíta húsinu situr Donald Trump forseti sem hefur ítrekað lýst loftslagsbreytingum sem einhvers konar kínversku „gabbi“. Ríkisstjórn hans hefur markvisst afnumið og útvatnað reglugerðir sem áttu að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Repúblikanar hafa enda tekið áætlun demókrata með háði og kallað hana algerlega óraunhæfa. Landsnefnd Repúblikanaflokksins lýsti hugmyndum þeirra sem „óskalista sósíalista“. Ekki hjálpaði til að starfslið Ocasio-Cortez birti ítarefni um áætlunina sem ekki var að finna í ályktununum sjálfum og olli þannig ruglingi um hvað hún fól í sér. Þurfti þingkonan að draga til baka upplýsingar sem birtar höfðu verið á vefsíðu fyrir áætlunina og sendar fjölmiðlum. Í þessu ljósi hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, engin áform um að taka ályktunina um grænu nýju gjöfina til atkvæða þrátt fyrir að demókratar hafi meirihluta þar. Hún er sögð minnug þess þegar hún eyddi miklu púðri í að koma frumvarpi um viðskiptakerfi með losunarheimildir í gegnum fulltrúadeildina árið 2009 sem var síðan ekki tekið til atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni. Pelosi þótti hæðast að framtaki flokkssystkina sinna þegar hún var spurð um grænu nýju gjöfina á dögunum og talaði um hana sem „græna drauminn eða hvað sem þau kalla það“.Gagnrýni úr fleiri áttum Það eru ekki aðeins repúblikanar og aðrir íhaldsmenn sem hafa fundið að grænu nýju gjöfinni. Bent hefur verið á að í áætluninni séu ekki lagðar til neinar ákveðnar hugmyndir um hvernig á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins hvert markmiðið á að vera. Sumir umhverfisverndarsinnar telja áætlunina ekki ganga nógu langt eða taka af tvímæli um hvort að hætta skuli alfarið bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Aðrir eru ósáttir við að ekki sé lokað fyrir það kjarnorka verði notuð til að skipta út orkugjöfum sem losa gróðurhúsalofttegundir. Bandaríkin eru næst stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og sögulega sá stærsti. Losun Bandaríkjanna er rúm 14% af losun á heimsvísu og ein sú hæsta miðað við höfðatölu í heiminum. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, nemur nú um einni gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Miðað við núverandi losun gæti hnattræn hlýnun náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar ef ekki verður dregið úr henni. Vísindamenn vara við því að samfara aukinni hlýnun muni þurrkar ágerast, úrkomur verða ákafari, hitabylgjur versna, veðuröfgar aukast og yfirborð sjávar hækka. Loftslagsbreytingar muni raska lífríki jarðar og samfélagi manna verulega á þessari öld og til lengri framtíðar. Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Góðæri og afnám umhverfisreglna er sagt hafa átt sinn þátt í um 3,4% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda vestanhafs í fyrra. 8. janúar 2019 11:11 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Öll raforka í Bandaríkjunum verður framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vind- og sólarorku innan tíu ára nái svonefnd „græn ný gjöf“ sem hópur demókrata kynnti í síðustu viku fram að ganga. Nokkrir forsetaframbjóðendur flokksins hafa lýst yfir stuðningi við áætlunina en íhaldsmenn og sumir umhverfissinnar hafa gagnrýnt hana. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York og yngsta konan til að taka sæti á Bandaríkjaþingi, og Edward J. Markey, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, kynntu „grænu nýju gjöfina“ [e. Green New Deal] í síðustu viku. Titill áætlunarinnar skírskotar til nýju gjafar Franklin D. Roosevelt, forseta, sem var ætlað að koma Bandaríkjunum út úr kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Hún nýtur stuðnings hluta Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez er í fararbroddi nýrrar og vinstrisinnaðrar kynslóðar þingmanna Demókrataflokksins sem hefur sett loftslagsmál á oddinn. Markey var einn flutningsmanna frumvarps um viðskiptakerfi með losunarheimildir sem beið skipsbrot þegar demókratar réðu báðum deildum þingsins árið 2009. Græna nýja gjöfin setur fram markmið um afkolefnisvæðingu Bandaríkjanna en einnig hugmyndir um innviðauppbyggingu sem á að skapa fjölda starfa. Fyrir utan markmiðið um að öll raforka verði orðin græn fyrir 2030 er lagt til að allar núverandi byggingar í Bandaríkjunum verði látnar mæta kröfum um orkusparneytni og að háhraðalestarkerfi verði stækkað þannig að flugsamgöngur verði í reynd úreltar, að sögn New York Times. „Loftslagsbreytingar og umhverfisáskoranirnar eru stærsta tilvistarlega ógnin við lífshætti okkar. Við verðum að vera eins metnaðargjörn og skapandi í lausnum okkar og mögulegt er,“ sagði Ocasio-Cortez á fimmtudag. Vísað er til nýlegrar alríkisskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif 1,5°C hlýnunar í ályktun sem hefur verið lögð fyrir Bandaríkjaþing. Þar sé meðal annars lýst gríðarlegu efnahagslegu tjóni sem Bandaríkin gætu orðið fyrir með vaxandi loftslagsbreytingum á þessari öld. Áætlunin fjallar þó ekki aðeins um umhverfismál heldur er einnig í henni að finna ýmis konar félagslegar áherslur vinstri vængs Demókrataflokksins, þar á meðal opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og ókeypis háskólamenntun, að því er kemur fram í samantekt The Guardian.Þó að ósennilegt sé að græna nýja gjöfin verði að raunveruleika á næstunni eru tillögurnar þegar sagðar orðnar að mælistiku sem notuð til að meta mögulega forsetaframbjóðendur demókrata eins og Kamölu Harris.Vísir/EPAStuðningur forsetaframbjóðenda, háð repúblikana Nokkrir frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram á næsta ári hafa þegar lýst yfir stuðningi við grænu nýju gjöfina, þar á meðal Kamila Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey. Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem bauð sig fram í forvali demókrata árið 2016, er einn flutningsmanna áætlunarinnar ásamt Gillibrand, og Booker. „Bandaríkin eru öflugasta hagkerfið á jörðinni og við verðum að leiða heimsbyggðina í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við getum gert það með því að samþykkja grænu nýju gjöfina til að bjarga plánetunni og skapa milljónir nýrra starfa,“ tísti Sanders á sunnudag.The U.S. is the most powerful economy on earth and we must lead the world in the fight against climate change. We can do that by passing the Green New Deal to save the planet and create millions of new jobs.— Bernie Sanders (@SenSanders) February 10, 2019 Áætlunin, sem var lögð fram sem ályktanir sem eru ekki bindandi í báðum deildum Bandaríkjaþings, á sér þó ekki viðreisnar von á næstunni. Repúblikanar fara með meirihluta í öldungadeild þingsins en þeir hafa verið algerlega mótfallnir nær öllum loftslagsaðgerðum undanfarin ár. Í Hvíta húsinu situr Donald Trump forseti sem hefur ítrekað lýst loftslagsbreytingum sem einhvers konar kínversku „gabbi“. Ríkisstjórn hans hefur markvisst afnumið og útvatnað reglugerðir sem áttu að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Repúblikanar hafa enda tekið áætlun demókrata með háði og kallað hana algerlega óraunhæfa. Landsnefnd Repúblikanaflokksins lýsti hugmyndum þeirra sem „óskalista sósíalista“. Ekki hjálpaði til að starfslið Ocasio-Cortez birti ítarefni um áætlunina sem ekki var að finna í ályktununum sjálfum og olli þannig ruglingi um hvað hún fól í sér. Þurfti þingkonan að draga til baka upplýsingar sem birtar höfðu verið á vefsíðu fyrir áætlunina og sendar fjölmiðlum. Í þessu ljósi hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, engin áform um að taka ályktunina um grænu nýju gjöfina til atkvæða þrátt fyrir að demókratar hafi meirihluta þar. Hún er sögð minnug þess þegar hún eyddi miklu púðri í að koma frumvarpi um viðskiptakerfi með losunarheimildir í gegnum fulltrúadeildina árið 2009 sem var síðan ekki tekið til atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni. Pelosi þótti hæðast að framtaki flokkssystkina sinna þegar hún var spurð um grænu nýju gjöfina á dögunum og talaði um hana sem „græna drauminn eða hvað sem þau kalla það“.Gagnrýni úr fleiri áttum Það eru ekki aðeins repúblikanar og aðrir íhaldsmenn sem hafa fundið að grænu nýju gjöfinni. Bent hefur verið á að í áætluninni séu ekki lagðar til neinar ákveðnar hugmyndir um hvernig á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins hvert markmiðið á að vera. Sumir umhverfisverndarsinnar telja áætlunina ekki ganga nógu langt eða taka af tvímæli um hvort að hætta skuli alfarið bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Aðrir eru ósáttir við að ekki sé lokað fyrir það kjarnorka verði notuð til að skipta út orkugjöfum sem losa gróðurhúsalofttegundir. Bandaríkin eru næst stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og sögulega sá stærsti. Losun Bandaríkjanna er rúm 14% af losun á heimsvísu og ein sú hæsta miðað við höfðatölu í heiminum. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, nemur nú um einni gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Miðað við núverandi losun gæti hnattræn hlýnun náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar ef ekki verður dregið úr henni. Vísindamenn vara við því að samfara aukinni hlýnun muni þurrkar ágerast, úrkomur verða ákafari, hitabylgjur versna, veðuröfgar aukast og yfirborð sjávar hækka. Loftslagsbreytingar muni raska lífríki jarðar og samfélagi manna verulega á þessari öld og til lengri framtíðar.
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Góðæri og afnám umhverfisreglna er sagt hafa átt sinn þátt í um 3,4% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda vestanhafs í fyrra. 8. janúar 2019 11:11 2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Góðæri og afnám umhverfisreglna er sagt hafa átt sinn þátt í um 3,4% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda vestanhafs í fyrra. 8. janúar 2019 11:11
2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Bandarískar vísindastofnanir kynntu niðurstöður hitamælinga á jörðinni fyrir síðasta ár. Hlýnun frá upphafi iðnbyltingar nemur um einni gráðu að meðaltali. 7. febrúar 2019 07:28
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30