Smánarblettur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Ekki er sjálfgefið í sjálfhverfum heimi að einstaklingur sé fær um að elska náungann eins og sjálfan sig. Það má þó alltaf reyna. Víst er að flestir kjósa að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa. Þetta á þó ekki við um alla. Til eru þeir sem virðast alls ófærir um að setja sig í annarra spor, hugur þeirra drífur ekki svo langt og þeir miða allt fyrst og fremst út frá sjálfum sér. Þegar græðgishugsun fangar auk þess huga þeirra er ekki von á góðu. Þegar þessir einstaklingar átta sig á því að hægt er að græða heilmikið með því að auka eymd annarra þá gera þeir það blygðunarlaust. Síðustu daga hafa fréttir af aðbúnaði rúmenskra verkamanna sem starfa fyrir íslenska starfsmannaleigu verið fyrirferðarmiklar í fréttum. Reyndar er þessi fréttaflutningur framhald af umfjöllun sem var í fréttaskýringarþættinum Kveik fyrir nokkrum mánuðum. Það vekur mjög auðveldlega upp þá spurningu af hverju ekki var brugðist við af hörku strax eftir sýningu þess þáttar. Einhverjir sofnuðu greinilega á verðinum. Það er ljóst að á vinnumarkaði þrífast einstaklingar sem hafa komist upp með það að haga sér eins og þrælaeigendur. Þeir ráða til sín erlenda verkamenn, sópa þeim saman inn í kytrur, hirða af þeim háa húsaleigu og borga þeim laun undir lágmarkstaxta, ef þeir á annað borð hafa fyrir því að greiða þeim laun. Vart þarf að hafa mörg orð um einstaklinga sem haga sér á þennan hátt. Þeir eru einfaldlega siðleysingjar. Þessa menn á að draga fram í dagsljósið og kalla þá til ábyrgðar, það á ekki að leyfa þeim að forða sér í skjól. Mannvonska þeirra er hyldjúp. Enginn á að fá að koma fram við aðra eins og þeir hafa komið fram við starfsmenn sína. Þeir eru að stunda glæpastarfsemi og glæpamenn eiga að gjalda fyrir glæpi sína. Í siðuðu samfélagi á þrælahald af þessu tagi ekki að líðast. Samt hefur það þrifist of lengi. Þegar upp kemst um mál af þessu tagi þá er ekki nóg að rekin séu upp undrunaróp, það þarf að bregðast við og hefja rannsókn sem á að taka stuttan tíma og skila raunverulegum aðgerðum. Það á ekki að líðast að einstaklingar sem haga sér eins og þrælaeigendur geti haldið áfram að brjóta á erlendum verkamönnum vikum og mánuðum saman eftir að framferði þeirra hefur verið dregið fram í dagsljósið. Þetta eru einstaklingar sem leggja sig sérstaklega fram við að blekkja og svíkja og leika á kerfið og treysta um leið á að embættismenn sem ættu að sjá við þeim séu bæði svifaseinir og latir. Því miður virðist slíkt of oft vera raunin. Ef ekki væri fyrir framtak fjölmiðla hefði lítið sem ekkert gerst í málum rúmensku verkamannanna sem brotið var svo skelfilega á. Þeir væru enn í vonlausri stöðu með enga útgönguleið. Fjölmargir hafa brugðist í þessu máli. Vonandi sjá þeir hinir sömu sér fært að líta í eigin barm og kannast við mistök sín. Hinn nöturlegi sannleikur er sá að þrælahald hefur verið látið viðgangast. Það er smánarblettur á samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ekki er sjálfgefið í sjálfhverfum heimi að einstaklingur sé fær um að elska náungann eins og sjálfan sig. Það má þó alltaf reyna. Víst er að flestir kjósa að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa. Þetta á þó ekki við um alla. Til eru þeir sem virðast alls ófærir um að setja sig í annarra spor, hugur þeirra drífur ekki svo langt og þeir miða allt fyrst og fremst út frá sjálfum sér. Þegar græðgishugsun fangar auk þess huga þeirra er ekki von á góðu. Þegar þessir einstaklingar átta sig á því að hægt er að græða heilmikið með því að auka eymd annarra þá gera þeir það blygðunarlaust. Síðustu daga hafa fréttir af aðbúnaði rúmenskra verkamanna sem starfa fyrir íslenska starfsmannaleigu verið fyrirferðarmiklar í fréttum. Reyndar er þessi fréttaflutningur framhald af umfjöllun sem var í fréttaskýringarþættinum Kveik fyrir nokkrum mánuðum. Það vekur mjög auðveldlega upp þá spurningu af hverju ekki var brugðist við af hörku strax eftir sýningu þess þáttar. Einhverjir sofnuðu greinilega á verðinum. Það er ljóst að á vinnumarkaði þrífast einstaklingar sem hafa komist upp með það að haga sér eins og þrælaeigendur. Þeir ráða til sín erlenda verkamenn, sópa þeim saman inn í kytrur, hirða af þeim háa húsaleigu og borga þeim laun undir lágmarkstaxta, ef þeir á annað borð hafa fyrir því að greiða þeim laun. Vart þarf að hafa mörg orð um einstaklinga sem haga sér á þennan hátt. Þeir eru einfaldlega siðleysingjar. Þessa menn á að draga fram í dagsljósið og kalla þá til ábyrgðar, það á ekki að leyfa þeim að forða sér í skjól. Mannvonska þeirra er hyldjúp. Enginn á að fá að koma fram við aðra eins og þeir hafa komið fram við starfsmenn sína. Þeir eru að stunda glæpastarfsemi og glæpamenn eiga að gjalda fyrir glæpi sína. Í siðuðu samfélagi á þrælahald af þessu tagi ekki að líðast. Samt hefur það þrifist of lengi. Þegar upp kemst um mál af þessu tagi þá er ekki nóg að rekin séu upp undrunaróp, það þarf að bregðast við og hefja rannsókn sem á að taka stuttan tíma og skila raunverulegum aðgerðum. Það á ekki að líðast að einstaklingar sem haga sér eins og þrælaeigendur geti haldið áfram að brjóta á erlendum verkamönnum vikum og mánuðum saman eftir að framferði þeirra hefur verið dregið fram í dagsljósið. Þetta eru einstaklingar sem leggja sig sérstaklega fram við að blekkja og svíkja og leika á kerfið og treysta um leið á að embættismenn sem ættu að sjá við þeim séu bæði svifaseinir og latir. Því miður virðist slíkt of oft vera raunin. Ef ekki væri fyrir framtak fjölmiðla hefði lítið sem ekkert gerst í málum rúmensku verkamannanna sem brotið var svo skelfilega á. Þeir væru enn í vonlausri stöðu með enga útgönguleið. Fjölmargir hafa brugðist í þessu máli. Vonandi sjá þeir hinir sömu sér fært að líta í eigin barm og kannast við mistök sín. Hinn nöturlegi sannleikur er sá að þrælahald hefur verið látið viðgangast. Það er smánarblettur á samfélagi okkar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar