Skattgreiðslur verði sundurliðaðar á launaseðlum Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 13:17 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira