Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 14:05 Ramos sýnir myndbandið sem fór svo fyrir brjóstið á Maduro forseta. Vísir/AP Hópi fréttamanna frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Univision verður vísað frá Venesúela eftir að honum var haldið í skamman tíma í forsetahöllinni. Nicolas Maduro, forseti, er sagður hafa reiðst við spurningar sem fréttamaður stöðvarinnar bar upp við hann. Univision er spænskumælandi sjónvarpsstöð. Jorge Ramos, einn reyndasti fréttamaður stöðvarinnar, fékk viðtal við Maduro í forsetahöllinni í gær. Stöðin segir að Ramos og fimm manna tökuliði hafi verið haldið í meira en tvær klukkustundir í Miraflores-höllinni eftir að Maduro lýsti óánægju með spurningarnar. Ramos sagði að hópsins hefði beðið vopnaðir leyniþjónustumenn þegar hann kom aftur upp á hótelið sitt.Reuters-fréttastofan segir að Ramos hafi spurt Maduro um skort á lýðræði í Venesúela, pyntingar á pólitískum föngum og mannúðarneyðarástand í landinu. Maduro hafi stöðvað viðtalið þegar Ramos sýndi honum myndband af ungu fólki að borða aftan úr ruslabíl. „Þeir lögðu hald á allan búnaðinn okkar. Þeir eru með viðtalið,“ sagði Ramos við fréttamenn. Þeim hefði verið sagt að þeim yrði vísað úr landi í dag. Upplýsingamálaráðherra Venesúela segir að ríkisstjórnin hafi tekið við hundruðum fréttamanna í forsetahöllinni en að hún hafi ekki verið tilbúin að líða „ódýrar sýningar“ sem hafi verið settar á svið með hjálp bandaríska utanríkisráðuneytisins. Maduro hefur sakað Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um valdarán í landinu. Efnahagur Venesúela er rjúkandi rúst en ríkisstjórn Maduro hefur reynt að koma í veg fyrir að sendingar á neyðargögnum frá erlendum ríkis berist inn í landið. Hersveitir hans hafa meðal annars skotið á stjórnarandstæðinga. Fjölmiðlar Venesúela Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Hópi fréttamanna frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Univision verður vísað frá Venesúela eftir að honum var haldið í skamman tíma í forsetahöllinni. Nicolas Maduro, forseti, er sagður hafa reiðst við spurningar sem fréttamaður stöðvarinnar bar upp við hann. Univision er spænskumælandi sjónvarpsstöð. Jorge Ramos, einn reyndasti fréttamaður stöðvarinnar, fékk viðtal við Maduro í forsetahöllinni í gær. Stöðin segir að Ramos og fimm manna tökuliði hafi verið haldið í meira en tvær klukkustundir í Miraflores-höllinni eftir að Maduro lýsti óánægju með spurningarnar. Ramos sagði að hópsins hefði beðið vopnaðir leyniþjónustumenn þegar hann kom aftur upp á hótelið sitt.Reuters-fréttastofan segir að Ramos hafi spurt Maduro um skort á lýðræði í Venesúela, pyntingar á pólitískum föngum og mannúðarneyðarástand í landinu. Maduro hafi stöðvað viðtalið þegar Ramos sýndi honum myndband af ungu fólki að borða aftan úr ruslabíl. „Þeir lögðu hald á allan búnaðinn okkar. Þeir eru með viðtalið,“ sagði Ramos við fréttamenn. Þeim hefði verið sagt að þeim yrði vísað úr landi í dag. Upplýsingamálaráðherra Venesúela segir að ríkisstjórnin hafi tekið við hundruðum fréttamanna í forsetahöllinni en að hún hafi ekki verið tilbúin að líða „ódýrar sýningar“ sem hafi verið settar á svið með hjálp bandaríska utanríkisráðuneytisins. Maduro hefur sakað Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um valdarán í landinu. Efnahagur Venesúela er rjúkandi rúst en ríkisstjórn Maduro hefur reynt að koma í veg fyrir að sendingar á neyðargögnum frá erlendum ríkis berist inn í landið. Hersveitir hans hafa meðal annars skotið á stjórnarandstæðinga.
Fjölmiðlar Venesúela Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira