Hundrað ára gljúfur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. febrúar 2019 06:45 Miklagljúfur lítur ekki út fyrir að vera deginum eldra en 99 ára. Nordicphotos/Getty Hið víðfræga Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Kannski er ekki alveg rétt að segja að gljúfrið sjálft sé hundrað ára, enda hefur Colorado-áin grafið í steininn í tugmilljónir ára. En hundrað ár eru liðin í dag frá því Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti skrifaði undir lög um að gljúfrið yrði að þjóðgarði. Nokkurra áratuga ferli leiddi að þessari ákvörðun. Árið 1882 lagði Benjamin Harrison, þá öldungadeildarþingmaður en sjö árum síðar forseti, fram frumvarp um að gljúfrið skyldi verða þjóðgarður. Það gekk ekki upp og gerði hann gljúfrið heldur ekki að þjóðgarði í forsetatíð sinni. Það gerði Theodore Roosevelt ekki heldur í sinni forsetatíð. „Miklagljúfur fyllir mig lotningu. Það er yfir allan samanburð hafið og er ólýsanlegt. Það á sér enga hliðstæðu í öllum heiminum. Leyfa ætti því að standa óbreyttu. Það ætti ekkert að gera sem gæti skaðað fegurð þess. Það er ekki hægt að bæta. En það sem þið getið gert er að varðveita gljúfrið fyrir börn ykkar, barnabörn og allar kynslóðir sem á eftir koma. Miklagljúfur ættu allir Bandaríkjamenn að sjá,“ sagði hann þó um staðinn.Grand Teton-þjóðgarðurinn á líka afmæli. Nordicphotos/GettyÞessi vinsæli nærri 5.000 ferkílómetra ferðamannastaður stendur fyrir ýmsum viðburðum í tilefni af aldarafmælinu. Samkvæmt vef þjóðgarðastofnunnar Bandaríkjanna fer fram allsherjarveisla í dag þar sem meðal annars fulltrúar frumbyggja svæðisins halda fyrirlestra um gljúfrið og kórar syngja. Þótt gljúfrið sé ekki á hinum víðfræga, upprunalega lista yfir sjö undur veraldar, sem telur Risann á Ródos, píramídana í Giza, hengigarða Babýlon, vitann í Faros, grafhýsið í Halikarnassos, Seifsstyttuna í Ólympíu og Artemismusterið, hefur það ratað á ýmsa nýrri lista. USA Today valdi það á lista yfir ný undur veraldar, ásamt til dæmis veraldarvefnum, og CNN á lista yfir náttúruundur veraldar, ásamt til dæmis Everest-fjalli. Annar bandarískur þjóðgarður fagnar sömuleiðis stórafmæli í dag. Grand Teton-þjóðgarðurinn í Wyoming-ríki hefur nú verið þjóðgarður í níutíu ár. Þjóðgarðurinn hýsir fjölmarga háa tinda og grænar sléttur á 1.300 ferkílómetra svæði. Er vinsæll áfangastaður göngufólks, fjallageita og veiðimanna. Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af hæsta fjalli Teton-fjallgarðsins. Fjallið Grand Teton er heilir 4.199 metrar á hæð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira
Hið víðfræga Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Kannski er ekki alveg rétt að segja að gljúfrið sjálft sé hundrað ára, enda hefur Colorado-áin grafið í steininn í tugmilljónir ára. En hundrað ár eru liðin í dag frá því Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti skrifaði undir lög um að gljúfrið yrði að þjóðgarði. Nokkurra áratuga ferli leiddi að þessari ákvörðun. Árið 1882 lagði Benjamin Harrison, þá öldungadeildarþingmaður en sjö árum síðar forseti, fram frumvarp um að gljúfrið skyldi verða þjóðgarður. Það gekk ekki upp og gerði hann gljúfrið heldur ekki að þjóðgarði í forsetatíð sinni. Það gerði Theodore Roosevelt ekki heldur í sinni forsetatíð. „Miklagljúfur fyllir mig lotningu. Það er yfir allan samanburð hafið og er ólýsanlegt. Það á sér enga hliðstæðu í öllum heiminum. Leyfa ætti því að standa óbreyttu. Það ætti ekkert að gera sem gæti skaðað fegurð þess. Það er ekki hægt að bæta. En það sem þið getið gert er að varðveita gljúfrið fyrir börn ykkar, barnabörn og allar kynslóðir sem á eftir koma. Miklagljúfur ættu allir Bandaríkjamenn að sjá,“ sagði hann þó um staðinn.Grand Teton-þjóðgarðurinn á líka afmæli. Nordicphotos/GettyÞessi vinsæli nærri 5.000 ferkílómetra ferðamannastaður stendur fyrir ýmsum viðburðum í tilefni af aldarafmælinu. Samkvæmt vef þjóðgarðastofnunnar Bandaríkjanna fer fram allsherjarveisla í dag þar sem meðal annars fulltrúar frumbyggja svæðisins halda fyrirlestra um gljúfrið og kórar syngja. Þótt gljúfrið sé ekki á hinum víðfræga, upprunalega lista yfir sjö undur veraldar, sem telur Risann á Ródos, píramídana í Giza, hengigarða Babýlon, vitann í Faros, grafhýsið í Halikarnassos, Seifsstyttuna í Ólympíu og Artemismusterið, hefur það ratað á ýmsa nýrri lista. USA Today valdi það á lista yfir ný undur veraldar, ásamt til dæmis veraldarvefnum, og CNN á lista yfir náttúruundur veraldar, ásamt til dæmis Everest-fjalli. Annar bandarískur þjóðgarður fagnar sömuleiðis stórafmæli í dag. Grand Teton-þjóðgarðurinn í Wyoming-ríki hefur nú verið þjóðgarður í níutíu ár. Þjóðgarðurinn hýsir fjölmarga háa tinda og grænar sléttur á 1.300 ferkílómetra svæði. Er vinsæll áfangastaður göngufólks, fjallageita og veiðimanna. Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af hæsta fjalli Teton-fjallgarðsins. Fjallið Grand Teton er heilir 4.199 metrar á hæð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira