Hagfræði auðkýfinganna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Þetta vita allir og finnst flestum ferlegt. En þó ekki svo að það borgi sig að gera eitthvað í því. Og af hverju ekki? Jú, fræðingar hafa talið okkur í trú um að það sé svo óábyrgt, eiginlega alveg galið. Hér á Spáni er þróunin við það að afhjúpa hagsæld þessarar „ábyrgu“ leiðar. Tökum dæmi: Áður sáu lítil fyrirtæki venjulegast um rekstur skólamötuneyta í sinni heimabyggð, þar til fyrir nokkrum árum að ný skilyrði voru sett við útboð á slíkum rekstri en þau kváðu á um að fyrirtækin yrðu að hafa himinháa ársreikninga til að geta tekið þátt. Með þessu átti að koma í veg fyrir skömm eins og þá þegar óstöndugt fyrirtæki lagði upp laupana og skildi skólakrakka í einum grunnskóla í Granada eftir með tóma diska. Fleiri lög hafa einnig hjálpað til þannig að í dag er þessi rekstur að mestu í höndum fjögurra stórfyrirtækja. Þau þéna vel og foreldrarnir borga minna fyrir matinn. Eru þá ekki allir bara kátir? Ja, ekki þeir sem verða að borða þennan mat sem er næringarrýr og ólystugur, ekki foreldrar vannærðra barnanna, ekki fólkið sem vinnur í mötuneytunum sem nær ekki lengur endum saman og ekki umhverfið en hagræðið felst meðal annars í því að flytja fæðið útum allt land úr risastórum verksmiðjum. Það er að segja, þetta er gott fyrir örfáa auðkýfinga sem hafa efni á því að senda krakka sína í einkaskóla þar sem alvöru matur er borinn á borð. Ef hagfræðingar telja þetta góða þróun þá var ég aldeilis plataður þegar ég lét segja mér að hagfræðin fengist við það hvernig flestir gætu haft það sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Þetta vita allir og finnst flestum ferlegt. En þó ekki svo að það borgi sig að gera eitthvað í því. Og af hverju ekki? Jú, fræðingar hafa talið okkur í trú um að það sé svo óábyrgt, eiginlega alveg galið. Hér á Spáni er þróunin við það að afhjúpa hagsæld þessarar „ábyrgu“ leiðar. Tökum dæmi: Áður sáu lítil fyrirtæki venjulegast um rekstur skólamötuneyta í sinni heimabyggð, þar til fyrir nokkrum árum að ný skilyrði voru sett við útboð á slíkum rekstri en þau kváðu á um að fyrirtækin yrðu að hafa himinháa ársreikninga til að geta tekið þátt. Með þessu átti að koma í veg fyrir skömm eins og þá þegar óstöndugt fyrirtæki lagði upp laupana og skildi skólakrakka í einum grunnskóla í Granada eftir með tóma diska. Fleiri lög hafa einnig hjálpað til þannig að í dag er þessi rekstur að mestu í höndum fjögurra stórfyrirtækja. Þau þéna vel og foreldrarnir borga minna fyrir matinn. Eru þá ekki allir bara kátir? Ja, ekki þeir sem verða að borða þennan mat sem er næringarrýr og ólystugur, ekki foreldrar vannærðra barnanna, ekki fólkið sem vinnur í mötuneytunum sem nær ekki lengur endum saman og ekki umhverfið en hagræðið felst meðal annars í því að flytja fæðið útum allt land úr risastórum verksmiðjum. Það er að segja, þetta er gott fyrir örfáa auðkýfinga sem hafa efni á því að senda krakka sína í einkaskóla þar sem alvöru matur er borinn á borð. Ef hagfræðingar telja þetta góða þróun þá var ég aldeilis plataður þegar ég lét segja mér að hagfræðin fengist við það hvernig flestir gætu haft það sem best.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar